Umsókn um tímabundinn stuðning til  greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ

English - Polski

Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga um tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

Markmið laganna er að vernda afkomu fólks sem ekki getur sinnt störfum sínum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ með því að tryggja launagreiðslur til viðkomandi upp að ákveðnu hámarki. Jafnframt er markmiðið að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks.

Opnað hefur verið á umsóknir fyrir einstaklinga  sem ekki fengu greidd laun fyrir tímabilið 11. til 30. nóvember sem og sjálfstætt starfandi einstaklinga með rekstur á eigin kennitölu. 
Opnað hefur verið á umsóknir fyrir atvinnurekendur. 

Þessi lög gilda um tímabundnar greiðslur og gilda frá og með 11. nóvember 2023 til og með 30. júní 2024 í eftirfarandandi tilfellum:

  • Til atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði sem greitt hafa starfsfólki laun sem geta ekki sinnt störfum sínum á starfsstöð í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara.
  • Til starfsfólks sem getur ekki sinnt störfum sínum á starfsstöð í Grindavíkurbæ og launagreiðslur hafa verið felldar niður.
  • Til sjálfstætt starfandi einstaklinga sem geta ekki sinnt störfum sínum í Grindavíkurbæ.
  • Opinberir starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga falla ekki undir þetta úrræði.

Hvað lýsir þínum aðstæðum?

Hafa samband

  • Hægt er að senda fyrirspurnir  á netfangið studningur@vmst.is.
  • Símatímar:þjónustuvers vegna stuðnings til greiðslu launa er: mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9-11, í síma 531 7141.
  • Einnig verður hægt að fá ráðgjöf og upplýsingar í Þjónustumiðstöð Grindavíkur í Tollhúsinu.
  • Þá getur Snjallmennið Vinny  svarað spurningum varðandi stuðning til greiðslu launa. Vinny
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni