Sjálfstætt starfandi - tímabundinn stuðningur til greiðslu launa

Tímabundinn stuðningur til greiðslu launa til sjálfstætt starfandi einstaklinga vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

Spurt og svarað

Hverjir eiga rétt?


1. Eiga sjálfstætt starfandi einstaklingar rétt á stuðningi til greiðslu launa?

Já, sjálfstætt starfandi einstaklingar sem geta ekki sinnt störfum sínum á starfsstöð í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara eiga rétt á stuðningi til greiðslu launa.

2. Ef ég sem sjálfstætt starfandi einstaklingur fæ framfærslu annarsstaðar frá – á ég þá rétt á greiðslum?

  • Réttur til greiðslu nær ekki til þeirra sem þiggja greiðslur samkvæmt öðrum lögum eða samkvæmt kjarasamningum sem ætlaðar eru til framfærslu á sama tímabili og greiðslur samkvæmt fyrirhuguðum lögum ná til.
  • Ef þú færð framfærslu í gegnum annað kerfi að þá getur verið að þú eigir ekki rétt á þessum greiðslum.
    Þetta getur átt við á:
    • Greiðslur í veikindaleyfi
    • Slysadagpeninga
    • Sjúkradagpeninga
    • Endurhæfingalífeyrir
    • Fæðingarorlof. Ef þú ert í fæðingarorlofi á móti vinnu að þá áttu rétt á stuðningi.
    • Sorgarleyfi
  • Ef þú ert með spurningar eða ert í vafa að þá skaltu hafa samband og við aðstoðum þig með næstu skref.

Skilyrði


1. Hver eru skilyrði fyrir stuðningi til sjálfstætt starfandi einstaklinga?

Skilyrði fyrir stuðningi eru:

  • Að sjálfstætt starfandi einstaklingur getur ekki sinnt starfi sínu í Grindavíkurbæ, að hluta eða öllu leyti, vegna náttúruhamfara á svæðinu.
  • Að sjálfstætt starfandi einstaklingur sé með opinn rekstur eða opna launagreiðendaskrá.

Að sjálfstætt starfandi einstaklingur hafi staðið skil á greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðslu skatts af reiknuðu endurgjaldi samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda a.m.k. þrjá mánuði á undanfarandi fjórum mánuðum eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt reglum ríkisskattstjóra.

2. Þarf ég sem sjálfstætt starfandi einstaklingur að vera með lögheimili í Grindavíkurbæ til að eiga rétt á þessum stuðningi?

  • Nei, þú þarft ekki að vera með lögheimili í Grindavíkurbæ eða hafa átt fasta búsetu þar. Skilyrðin eru að starfsstöð þín sé í Grindavíkurbæ og að þú hafir unnið þaðan.

Umsóknarferli


1. Hvar sækja sjálfstætt starfandi einstaklingar um stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ?

Hvar sækja sjálfstætt starfandi einstaklingar um stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ?

  • Sjálfstætt starfandi einstaklingar sækja um greiðslur í gegnum Mínar síður atvinnuleitanda á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
    Mínar síður

2. Hvenær get ég sótt um?

Þú getur sótt um núna.. 

3. Ég er sjálfstætt starfandi einstaklingur en er með rekstur á sér kennitölu. Hvernig sæki ég um?

  • Ef þú ert launþegi hjá eigin fyrirtæki sem er rekið með sér kennitölu þá sækir þú um sem atvinnurekandi eða launþegi, eftir því sem við á.
  • Einstaklingar með rekstur á eigin kennitölu sækja um sem sjálfstætt starfandi.

Upphæðir


1. Við hvað miðast upphæðir vegna stuðnings til sjálfstætt starfandi?

Tekið er mið af meðaltali reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið tryggingagjald af á tímabilinu ágúst til október 2023. Vinnumálastofnun ráðstafar 4% af greiðslunni til lífeyrissjóðs viðkomandi einstaklings Jafnframt greiðir Vinnumálastofnun 11,5% mótframlag.

2. Hvaða upphæðir miðast við stuðninginn?

  • Greiðslur geta aldrei verið hærri en 633.000 kr. miðað við heilan almanaksmánuð auk fjárhæðar sem nemur 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð. 
  • Greiðslur miðast við almanaksmánuð og er hlutfallslega lægri fyrir styttra tímabil.

3. Hvað ef sjálfstætt starfandi einstaklingur varð að leggja niður störf 11. nóvember?

Ef sjálfsætt starfandi einstaklingur varð að leggja niður störf 11. nóvember þá taka greiðslur mið af meðaltali reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur og því tímabili sem viðkomandi gat ekki unnið sjálfstætt.


Greiðslur


1. Við hvað miðast greiðslur?

  • Greiðslur miðast við frá frá þeim degi sem sjálfstætt starfandi einstaklingur gat ekki sinn starfi sínu í Grindavíkurbæ..
  • Greiðslur geta í fyrsta lagi miðast við 11. nóvember 2023.

2. Hvenær er þessi stuðningur greiddur út?

Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að útbborgun greiðslna verði fyrsta virka dag í mánuði.

3. Er greitt í stéttarfélag með þessum stuðningi?

Nei, lög um tímabundinn stuðning gera ekki ráð fyrir greiðslum í stéttarfélag. Vinnumálastofnun hvetur umsækjendur til að leita til síns stéttarfélags til að fá nánari upplýsingar um áframhaldandi greiðslur.


Hafa samband

  • Hægt er að senda fyrirspurnir  á netfangið studningur@vmst.is.
  • Símatímar:þjónustuvers vegna stuðnings til greiðslu launa er: mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9-11, í síma 531 7141.
  • Einnig verður hægt að fá ráðgjöf og upplýsingar í Þjónustumiðstöð Grindavíkur í Tollhúsinu.
  • Þá getur Snjallmennið Vinny  svarað spurningum varðandi stuðning til greiðslu launa. Vinny

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni