SVANNI
Í mars árið 2011. var undirritað samkomulag um endurreisn Lánatryggingasjóðs kvenna, er var starfræktur milli 1998-2003, en verkefnið er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar á Íslandi. Starfstíminn rann út þann 31.desember 2014 en þann 9.6.2015 var undirritað nýtt samkomulag um sjóðinn sem lauk um áramótin 2018.
Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytisins, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar og er verkefnið til fjögurra ára.
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna veitir lánatryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna og er hann í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lán og lánatryggingu.