Vinnumálastofnun býður upp á ýmis úrræði fyrir fólk sem hefur hug á því að skapa sér eigið starf. Annarsvegar er um að ræða Frumkvæði sem er í umsjón Nýsköpunarmiðstöðvar, þar sem atvinnulausir geta unnið að eigin verkefni í þrjá til sex mánuði.
Markmið verkefnisins er að aðstoða atvinnuleitendur við að þróa viðskiptahugmynd sína með það markmið að þeir geti skapað sér eigið starf.
Hinsvegar er það Starfsorka, en þar býðst nýsköpunarfyrirtækjum að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá og fer það á launaskrá hjá fyrirtækinu. Markmið verkefnisins er ð styðja við nýsköpun og þróun í fyrirtækjum, að koma á tengslum milli atvinnuleitenda og fyrirtækja, að styðja við frumkvöðla með hugmyndir um nýsköpun og/eða þróun og að styðja við atvinnuleitendur og auðvelda þeim leit að störfum.