Frumkvæði

Frumkvæði er úrræði  Vinnumálastofnunar  fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur.

Í úrræðinu eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf.  Þátttakendur kanna þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.


Forsendur atvinnuleitanda fyrir þátttöku í úrræðinu Frumkvæði

Að umsækjandi eigi rétt á atvinnuleysisbótum og búið sé að úrskurða um það, þ.e. að umsækjandi sé sannanlega tryggður innan atvinnutryggingakerfisins og eigi a.m.k. 6 mánuði eftir af bótarétti sínum.

Að viðskiptahugmyndin sé talin líkleg til að skapa atvinnuleitanda framtíðarstarfi að mati ráðgjafa.

Að atvinnuleitandi sé reiðubúinn að kynna sér rekstur og stofnun fyrirtækja.

Að atvinnuleitandi sé ekki með opna launagreiðendaskrá eða rekstur á eigin kennitölu þegar sótt er um Frumkvæði – þróun eigin viðskiptahugmyndar.

Að umsækjandi greini satt og rétt frá högum sínum. Rifta má samningi ef atvinnuleitandi greinir ekki rétt frá högum sínum, verði breyting ástöðu umsækjanda eða ekki eru taldar líkur á að verkefnið skili tilætluðum árangri. Áður en samningi er rift skal atvinnuleitanda gefinn kostur á að koma á framfæri við Vinnumálastofnun mati sínu á árangri verkefnisins.

Sé umsækjandi þátttakandi í öðru úrræði sem stangast á við verkefnið s.s. starfsþjálfun/reynsluráðning eða ef íþyngjandi ákvörðun er í kerfinu s.s. bið vegna uppsagnar, er heimilt að hafna umsækjanda. 

Lengd úrræðis

Frumkvæði er 6 mánaða úrræði.

Ef um er að ræða mikið nýnæmi viðskiptahugmyndar og langt þróunarferli, er mögulegt að sækja um framlengingu (sjá umsókn í Frumkvæði)  í 1-6 mánuði eftir umfangi verkefnisins. 

Tímabundið ákvæði:

Nýlega búið að stofna ehf en fyrirtæki ekki hafið rekstur:

Gerður er 3 mánaða samningur með möguleika um framlengingu um hámark 3 mánuði til viðbótar. 

Fyrirtæki sem var í rekstri en hefur verið lokað eða verið er að kaupa fyrirtæki sem hefur hafið e-h  rekstur:

Gerður er 3 mánaða samningur en ekki er hægt að sækja um framlengingu.

Fræðsla og handleiðsla

Fræðslan stendur yfir í þrjá mánuði og fá þátttakendur aðgang að lokuðu vefefni um gerð viðskiptáaætlana auk þess sem þeir fá handleiðslu og ráðgjöf einu sinni í viku, frá handleiðara og frá starfsfólki Frumkvæðis.  

Veffræðslan er í formi fyrirlestra á netinu, þeir eru á íslensku en hver þáttur er textaður á ensku.

Þátttakendur skuldbinda sig til að mæta í fyrirlestra einu sinni í viku, taka virkan þátt,  vinna að viðskiptaáætlun sinni jafnt og þétt og taka þátt í kynningum á verkefnum sínum þegar þess er krafist.

Eftir þrjá mánuði þurfa þáttttakendur að skila inn viðskiptaáætlun til Vinnumálastofnunar sem kallar þá á fund til að fara yfir áætlunina, stöðu verkefnis og framhald þess.

Lok verkefnis

Þeir sem fá samþykkta 6 mánuði þurfa í  lok verkefnis að skila inn lokaskýrslu  og mæta á lokafund hjá ráðgjöfum Frumkvæðis. Þar þurfa þeir einnig að staðfesta hvort farið sé alfarið af skrá og í vinnu hjá fyrirtækinu, farið í hlutastarf eða hætt við hugmyndina.

Ef hætt er við viðskiptahugmyndina eða í verkefninu þarf að skrifa undir staðfestingu um að viðkomandi muni ekki hefja rekstur án tilkynningar til Vinnumálastofnunar.

Smelltu hér til að nálgast staðfestingu

Umsóknarferli

Tekið er á móti umsóknum á rafrænan hátt í Frumkvæði frá 1. til 30/31 hvers mánaðar.  Umsóknir eru metnar og afgreiddar fyrir 15 næsta mánaðar og fá allir umsækjendur tölvupóst um afgreiðsluna.

Að öllu jöfnu hefst fræðslan í þarnæsta mánuði, sem dæmi: umsóknir september mánaðar eru afgreiddar í október og hefst þá fræðslan í nóvember.

Atvinnuleitendur þurfa að staðfesta atvinnuleit á hefðbundinn hátt er eru samt undanþegnir atvinnuleit á meðan á verkefni stendur og er reynt er á viðskiptahugmyndina.

Umsókn í Frumkvæði


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni