Frumkvæði
Frumkvæði er úrræði Vinnumálastofnunar fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur. Í úrræðinu Frumkvæði eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf. Þátttakendur kanna þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.
Umsókn skal skilað fyrir 15. hvers mánaðar.
Umsóknum er svarað næstu mánaðarmót á eftir
Forsendur atvinnuleitanda fyrir þátttöku í úrræðinu Frumkvæði
- Að umsækjandi eigi rétt á atvinnuleysisbótum og búið sé að úrskurða um það, þ.e. að umsækjandi sé sannanlega tryggður innan atvinnutryggingakerfisins og eigi a.m.k. 6 mánuði eftir af bótarétti sínum
- Að viðskiptahugmyndin sé talin líkleg til að skapa atvinnuleitanda framtíðarstarfi að mati ráðgjafa
- Að atvinnuleitandi sé reiðubúinn að kynna sér rekstur og stofnun fyrirtækja
- Að atvinnuleitandi sé ekki með opna launagreiðendaskrá eða rekstur á eigin kennitölu þegar sótt er um Frumkvæði – þróun eigin viðskiptahugmyndar.
- Að umsækjandi greini satt og rétt frá högum sínum. Rifta má samningi ef atvinnuleitandi greinir ekki rétt frá högum sínum, verði breyting ástöðu umsækjanda eða ekki eru taldar líkur á að verkefnið skili tilætluðum árangri. Áður en samningi er rift skal atvinnuleitanda gefinn kostur á að koma á framfæri við Vinnumálastofnun mati sínu á árangri verkefnisins.
- Sé umsækjandi þátttakandi í öðru úrræði sem stangast á við verkefnið s.s. starfsþjálfun/reynsluráðning eða ef íþyngjandi ákvörðun er í kerfinu s.s. bið vegna uppsagnar, er heimilt að hafna umsækjanda.
Hrefna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í Nýsköpun
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið: frumkvaedi@vmst.is