Fjarnámskeið/Online courses


Act og núvitund: Áfram og upp (e. Acceptance and Commitment Therapy. ACT)

Námskeiðið þar sem þú ert þinn eigin rannsakandi. 

Hópmeðferð/námskeið fyrir þá sem hafa gengið í gegnum álag af ýmsu tagi eða langvinn veikindi. Á námskeiðinu er unnið er með ACT  (Sáttar og atferlismeðferð) og núvitund í átt að sátt í daglegu lífi, þrátt fyrir veikindi, áskoranir eða álag. Unnið er með gildi og markmið í átt að bættum lífsgæðum og meiri virkni. Kenndar eru ýmsar útgáfur af núvitundaræfingum en núvitund er einn af hornsteinum ACT. 

Á þessu námskeiði þá lærir fólk að taka eftir eigin tilfinningum og hugsunum. Þar skapast tækifæri til þess að skoða upp á nýtt sitt eigið hegðunarmynstur í gegnum lífið og mögulega sjá tækifæri til vaxtar með eigin gildi að leiðarljósi.

Kennt á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 12:00-14:00

Tímalengd 1,5-2 klst. hvert skipti. Alls 8 skipti. 2x í viku.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið nordurland.eystra@vmst.is.

Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Leiðin áfram – uppbygging í kjölfar streitu

Á námskeiðinu er lögð áhersla á sjálfsþekkingu til að takast á við streitu og uppbyggingu í kjölfar álags eða veikinda. Upphaflega var námskeiðið sérstaklega hannað fyrir fólk sem var í mikilli streitu, kulnun og/eða ofþreytu en vegna sívaxandi vinsælda þá virðist þetta námskeið henta flestum þeim sem einfaldlega vilja kynnast sjálfum sér betur, efla styrkleika sína, þekkja streituvalda og átta sig betur á eigin mörkum. Þátttakendur koma sér upp verkfæratösku sem gagnast við áskoranir í starfi og daglegu lífi. 

Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum  frá kl. 10:00-12:00

Tímalengd 1,5-2 klst. hvert skipti. Alls 11 skipti

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið nordurland.eystra@vmst.is.

Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Uppleið - NÁMSKEIÐ BYGGT Á HUGRÆNNI ATFERLISMEÐFERÐ

Námskeið hjá Þekkingarneti Þingeyinga

Að námskeiði loknu skal þátttakandi hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hugrænni atferlismeðferð (HAM)
  • Tengslum hugsana, tilfinninga og hegðunar
  • Eigin tilfinningum
  • Áhrifum hugsana á líðan
  • Hvernig hægt er að skipta neikvæðum hugsunum út fyrir hjálplegar

Nálgun: Námið er byggt á hugrænni atferlismeðferð og er bæði bóklegt og verklegt. Kennt er í formi fyrirlestra, umræðna og verkefnavinnu auk heimavinnu án leiðbeinanda.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið nordurland.eystra@vmst.is.

Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni