Fjarnámskeið/Online courses
Act og núvitund: Áfram og upp (e. Acceptance and Commitment Therapy. ACT)
Námskeiðið þar sem þú ert þinn eigin rannsakandi.
Hópmeðferð/námskeið fyrir þá sem hafa gengið í gegnum álag af ýmsu tagi eða langvinn veikindi. Á námskeiðinu er unnið er með ACT (Sáttar og atferlismeðferð) og núvitund í átt að sátt í daglegu lífi, þrátt fyrir veikindi, áskoranir eða álag. Unnið er með gildi og markmið í átt að bættum lífsgæðum og meiri virkni. Kenndar eru ýmsar útgáfur af núvitundaræfingum en núvitund er einn af hornsteinum ACT.
Á þessu námskeiði þá lærir fólk að taka eftir eigin tilfinningum og hugsunum. Þar skapast tækifæri til þess að skoða upp á nýtt sitt eigið hegðunarmynstur í gegnum lífið og mögulega sjá tækifæri til vaxtar með eigin gildi að leiðarljósi.
Kennt á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 12:00-14:00
Tímalengd 1,5-2 klst. hvert skipti. Alls 8 skipti. 2x í viku.
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið nordurland.eystra@vmst.is.
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.
Leiðin áfram – uppbygging í kjölfar streitu
Á námskeiðinu er lögð áhersla á sjálfsþekkingu til að takast á við streitu og uppbyggingu í kjölfar álags eða veikinda. Upphaflega var námskeiðið sérstaklega hannað fyrir fólk sem var í mikilli streitu, kulnun og/eða ofþreytu en vegna sívaxandi vinsælda þá virðist þetta námskeið henta flestum þeim sem einfaldlega vilja kynnast sjálfum sér betur, efla styrkleika sína, þekkja streituvalda og átta sig betur á eigin mörkum. Þátttakendur koma sér upp verkfæratösku sem gagnast við áskoranir í starfi og daglegu lífi.
Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10:00-12:00
Tímalengd 1,5-2 klst. hvert skipti. Alls 11 skipti
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið nordurland.eystra@vmst.is.
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.
Uppleið - NÁMSKEIÐ BYGGT Á HUGRÆNNI ATFERLISMEÐFERÐ
Námskeið hjá Þekkingarneti Þingeyinga
Að námskeiði loknu skal þátttakandi hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Hugrænni atferlismeðferð (HAM)
- Tengslum hugsana, tilfinninga og hegðunar
- Eigin tilfinningum
- Áhrifum hugsana á líðan
- Hvernig hægt er að skipta neikvæðum hugsunum út fyrir hjálplegar
Nálgun: Námið er byggt á hugrænni atferlismeðferð og er bæði bóklegt og verklegt. Kennt er í formi fyrirlestra, umræðna og verkefnavinnu auk heimavinnu án leiðbeinanda.
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið nordurland.eystra@vmst.is.
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.