Nói-Siríus hf.

Inngildandi verkstjóri

Hefur þú reynslu af því að leiða fjölbreytt teymi og stuðla að jöfnum tækifærum fyrir einstaklinga með skerta starfsorku? Hjá Nóa Síríus fögnum við fjölbreytileikanum og þess vegna leitum við að metnaðarfullum og traustum einstaklingi með ríka þjónustulund til að ganga til liðs við teymið okkar að Hesthálsi, Reykjavík. Sem inngildandi verkstjóri munt þú leiða og styðja hóp starfsmanna með skerta starfsorku í framleiðsluumhverfi og tryggja aðlögun þeirra, vöxt og vellíðan. Þú munt stuðla að vinnuumhverfi þar sem allir starfsmenn finna til virðingar og eru hvattir til að leggja sitt af mörkum.

Vinnutíminn er 8:00-16:15

Helstu verkefni og ábyrgð:

Stjórna daglegum verkefnum með framleiðslustjóra og tryggja gæði
Veita stuðning, leiðbeiningar og eftirlit til starfsmanna með skerta starfsorku
Tryggja öruggt vinnuumhverfi í samvinnu við öryggis- og framleiðslustjóra
Stuðla að inngildandi vinnustaðarmenningu og hvetja til opinnar samskipta
Almenn framleiðslustörf
Greina styrkleika og veita sérsniðna þjálfun til að auka færni og sjálfstraust starfsmanna
Fylgjast með og meta frammistöðu starfsmanna og veita uppbyggilega endurgjöf
Sjá um sinn hóp og vera í samskiptum við viðeigandi tengilið hvers starfsmanns
Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

Reynsla af starfi með starfsfólki með skerta starfsorku eða sambærilegu hlutverki æskilegt
Reynsla af framleiðslustörfum er kostur
Sterk leiðtogahæfni og hæfni til að hvetja og leiða teymi
Sjálfstæð vinnubrögð
Frábær samskiptahæfni og hæfni til að vinna með fjölbreyttum hópi fólks
Skilningur á mikilvægi inngildingar og fjölbreytileika á vinnustað
Lausnamiðuð hugsun og hæfni til að taka ákvarðanir hratt og örugglega

Fríðindi í starfi:

Niðurgreiddur morgun- og hádegismatur
Íþróttastyrkur
Heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
Virkt starfsmannafélag
Golfklúbbur
Píluklúbbur
Afsláttur af vörum fyrirtækisins

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember. Við viljum fá sem fjölbreyttastar umsóknir og hvetjum alla áhugasama til að sækja um, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun. Farið verður yfir umsóknir um leið og þær berast.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við mannauðssvið Nóa Síríus á hr@noi.is

Nói Síríus er rótgróið og öflugt fyrirtæki á matvælamarkaði. Með öflugu alþjóðlegu eignarhaldi og sterkum grunni hér á landi hefur Nói Síríus hafið vegferð sína til framtíðar með aukinn vöxt og fagleg vinnubrögð að leiðarljósi.

Hjá Nóa Síríus starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það sameiginlega markmið að gleðja bragðlauka þjóðarinnar. Til þess er fjöldi sælgætistegunda framleiddur í glæsilegum húsakynnum fyrirtækisins að Hesthálsi 2-4.

Nói Síríus einsetur sér að vera í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði og hefur í yfir hundrað ár fengið að gleðja bragðlauka landsmanna og þannig átt því láni að fagna að vera hluti af gleðistundum þjóðarinnar. Það gerir fyrirtækið með því að bjóða eftirsóknarverða gæðavöru og þjónustu sem standast ýtrustu kröfur viðskiptavina á alþjóðlegan mælikvarða. Vörumerki Nóa Síríus eru fjölmörg og þekkt líkt og sjá má á heimasíðu fyrirtækisins, en vöruþróun skipar að auki stóran sess í starfsemi Nóa Síríusar og nýjungar fyrirtækisins líta reglulega dagsins ljós í hillum verslana, Íslendingum til mikillar ánægju.

Nói Síríus telur að bestum árangri sé náð í starfi þegar þekking og færni starfsfólks fá að njóta sín og einstaklingurinn finnur til ábyrgðar. Í slíku andrúmslofti leggjast allir á eitt og skapa traustan grunn að öflugum rekstri.

Umsóknarfrestur

16.12.2024

Starf nr.: 241210-02

Skráð á vefinn: 10.12.2024

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni