Breytingar á rétti til sex mánaða tekjutengdra atvinnuleysisbóta
Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar sem færir viðmiðunarmörk vegna réttar til 6 mánaða tekjutengdra atvinnuleysisbóta frá september til 1. júní sl. Þetta þýðir það að einstaklingar sem áttu ólokið tekjutengingartímabil í júní, júlí eða ágúst sl. öðlast rétt til sex mánaða tímabils í stað þriggja áður.