Breytingar á rétti til sex mánaða tekjutengdra atvinnuleysisbóta
Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar sem færir viðmiðunarmörk vegna réttar til 6 mánaða tekjutengdra atvinnuleysisbóta frá september til 1. júní sl. Þetta þýðir það að einstaklingar sem áttu ólokið tekjutengingartímabil í júní, júlí eða ágúst sl. öðlast rétt til sex mánaða tímabils í stað þriggja áður.
Þeir einstaklingar sem eiga rétt á leiðréttingu vegna þessarar breytingar munu fá afturvirka greiðslu um miðjan janúar nk. Ekki þarf að aðhafast neitt til að fá leiðréttinguna greidda, þ.e. ekki þarf að sækja um hana, þar sem Vinnumálastofnun mun framkvæma hana að eigin frumkvæði til allra þeirra sem eiga rétt á henni.