Fæðingarorlof
Fyrir hvern er fæðingarorlof?
Fæðingarorlof er fyrir foreldra á innlendum vinnumarkaði sem eru starfsmenn og/eða sjálfstætt starfandi.
Barn fætt, frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur.
Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er 6 mánuðir, heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris. Heildarréttur er því 12 mánuðir.
Starfsmaður
„Foreldri telst vera starfsmaður ef það vinnur launuð störf í annarra þjónustu í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði. Nánari upplýsingar um starf og önnur tilvik sem teljast til þátttöku á innlendum vinnumarkaði má finna undir flipanum Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði“.
Ert þú starfsmaður?
Smelltu þá hér til að nálgast upplýsingar varðandi fæðingarorlof.
Sjálfstætt starfandi
„Foreldri telst vera sjálfstætt starfandi einstaklingur ef það starfar við eigin rekstur, án tillits til félagsforms, í því umfangi að því er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti skil á tryggingagjaldi. Foreldri telst því sjálfstætt starfandi einstaklingur hvort sem það er með reiknað endurgjald eða starfar hjá eigin félagi. Nánari upplýsingar um starf og önnur tilvik sem teljast til þátttöku á innlendum vinnumarkaði má finna undir flipanum Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði“.
Ert þú sjálfstætt starfandi?
Smelltu þá hér til að nálgast upplýsingar varðandi fæðingarorlof.
Starfsmaður og sjálfstætt starfandi
„Foreldri telst vera starfsmaður og sjálfstætt starfandi einstaklingur ef það starfar samanlagt í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði. Nánari upplýsingar um starf og önnur tilvik sem teljast til þátttöku á innlendum vinnumarkaði má finna undir flipanum Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði“.
Ert þú starfsmaður og sjálfstætt starfandi?
Smelltu þá hér til að nálgast upplýsingar varðandi fæðingarorlof.