Sérstakur styrkur vegna skerts aðgengis að fæðingarþjónustu.

Sérstakur styrkur vegna skerts aðgengis að fæðingarþjónustu

Samkvæmt 43. gr. nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020 sem öðluðust gildi 1. janúar sl. getur barnshafandi foreldri átt rétt á að fá greiddan dvalarstyrk. Um er að ræða sérstakan styrk sem greiddur er eftir á fyrir þann tíma sem foreldrinu var nauðsynlegt að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barns. Styrkurinn er ekki greiddur fyrir þá daga sem barnshafandi foreldri dvelur á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun.

Nánari upplýsingar um dvalarstyrkinn má finna hér:
https://vinnumalastofnun.is/faedingarorlofssjodur/dvalarstyrkur

Lög nr. 144/2020 um fæðingar- og foreldraorlof má finna hér:
https://www.althingi.is/altext/151/s/0729.html

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni