Dvalarstyrkur er fjárstyrkur til barnshafandi foreldris sem er nauðsynlegt að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barns, svo sem vegna fjarlægðar, færðar, óveðurs, verkfalls eða áhættumeðgöngu. Styrkurinn er greiddur eftir á.