Greiðsla dvalarstyrks er innt af hendi eftir fæðingardag barns. Réttur til styrks fellur niður sex mánuðum eftir fæðingardag barns hafi umsókn ekki borist Vinnumálastofnun fyrir þann tíma.
Greiðslufjárhæð:
- Fjárhæð styrks miðast við sömu reglur og gilda um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands að því er varðar kostnað vegna gistingar. Sjá nánar hér.
-
Athugið að í samræmi við upplýsingar frá Skattinum er dregin staðgreiðsla af dvalarstyrknum. Viljir þú nýta persónuafslátt þinn þarf að senda inn beiðni um nýtingu persónuafsláttar. Eyðublaðið má finna hér. (linkur: https://vinnumalastofnun.is/faedingarorlofssjodur/umsoknir/beidni-um-nytingu-personuafslattar)
Leiðrétting á greiðslum:
Hafi styrkþegi ranglega fengið dvalarstyrk skal hann endurgreiða þá fjárhæð sem ofgreidd var. Þá ákvörðun er heimilt að kæra til Úrskurðarnefndar velferðarmála.