Ekki er hægt að sækja um styrkinn fyrr en eftir að barn er fætt.
Sækja skal um innan sex mánaða frá fæðingardegi barns.


Umsókn um greiðslur:

  • Til að sækja um dvalarstyrk þarf að senda inn vottorð þess sérfræðilæknis sem annast hefur foreldrið. Vottorð um dvalarstyrk skal berast á því formi sem aðgengilegt er í Sögukerfi heilbrigðisstofnana. Unnið er að því að tengja vottorðið í Heilsuveru.
  • Á vottorðinu þarf að koma fram rökstuðningur sérfræðilæknis fyrir því að viðkomandi foreldri sé nauðsynlegt að hans mati að dvelja fjarri heimili sínu í tiltekinn tíma fyrir áætlaðan fæðingardag barns í tengslum við nauðsynlega fæðingarþjónustu vegna fæðingar barns „svo sem vegna fjarlægðar, færðar, óveðurs, verkfalls eða áhættumeðgöngu“.
  • Einnig þarf að koma fram á vottorðinu hvort að foreldrið hafi dvalið á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun á því tímabili.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni