Ekki er hægt að sækja um styrkinn fyrr en eftir að barn er fætt.
Sækja skal um innan sex mánaða frá fæðingardegi barns.
Umsókn um greiðslur:
- Til að sækja um dvalarstyrk þarf að senda inn vottorð þess sérfræðilæknis sem annast hefur foreldrið. Vottorð um dvalarstyrk skal berast á því formi sem aðgengilegt er í Sögukerfi heilbrigðisstofnana. Unnið er að því að tengja vottorðið í Heilsuveru.
- Á vottorðinu þarf að koma fram rökstuðningur sérfræðilæknis fyrir því að viðkomandi foreldri sé nauðsynlegt að hans mati að dvelja fjarri heimili sínu í tiltekinn tíma fyrir áætlaðan fæðingardag barns í tengslum við nauðsynlega fæðingarþjónustu vegna fæðingar barns „svo sem vegna fjarlægðar, færðar, óveðurs, verkfalls eða áhættumeðgöngu“.
- Einnig þarf að koma fram á vottorðinu hvort að foreldrið hafi dvalið á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun á því tímabili.