Dvalarstyrkur er fjárstyrkur til barnshafandi foreldris sem er nauðsynlegt að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barns, svo sem vegna fjarlægðar, færðar, óveðurs, verkfalls eða áhættumeðgöngu.
Styrkurinn er greiddur eftir á.
Skilyrði dvalarstyrks:
- Réttur til dvalarstyrks er bundinn við barnshafandi foreldri sem á rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk.
- Heimilt er að greiða dvalarkostnað barnshafandi foreldris fjarri heimili 14 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu
- Ef um fjölburameðgöngu er að ræða er heimilt að byrja að greiða dvalarkostnað 28 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu
- Ekki er greiddur dvalarstyrkur þann tíma sem barnshafandi foreldri dvelur á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun.