Dvalarstyrkur er fjárstyrkur til barnshafandi foreldris sem er nauðsynlegt að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barns, svo sem vegna fjarlægðar, færðar, óveðurs, verkfalls eða áhættumeðgöngu.

Styrkurinn er greiddur eftir á.


Skilyrði dvalarstyrks:

  • Réttur til dvalarstyrks er bundinn við barnshafandi foreldri sem á rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk.
  • Heimilt er að greiða dvalarkostnað barnshafandi foreldris fjarri heimili 14 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu
  • Ef um fjölburameðgöngu er að ræða er heimilt að byrja að greiða dvalarkostnað 28 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og fram að fæðingu
  • Ekki er greiddur dvalarstyrkur þann tíma sem barnshafandi foreldri dvelur á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni