Hér eru helstu spurningar og svör varðandi launafólk og sjálfstætt starfandi. 

Greitt er út fyrsta virka dag fyrir undanfarandi mánuð. Greiðsla vegna töku fæðingarorlofs í apríl er því greitt út 1. maí.

Skila þarf umsókn til Fæðingarorlofssjóðs 6 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag eða ef barn er þegar fætt, 6 vikum fyrir upphaf töku fæðingarorlofs.

Flestum gögnum er hægt að skila með tölvupósti á netfangið: faedingarorlof@vmst.is nema læknisvottorðum en þeim verður að skila í frumriti í bréfpósti. Þá er hægt að skila öllum gögnum í bréfpósti á Fæðingarorlofssjóð Strandgötu 1, 530 Hvammstanga eða á næstu þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar.

Launþegar: Fæðingarorlofssjóður greiðir 80% af meðaltali heildarlauna á 12 mánaða tímabili sem líkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns.

Sjálfstætt starfandi: Fæðingarorlofssjóður greiðir 80% af meðaltali heildarlauna á síðasta almanaksári fyrir fæðingu barns. Sjá nánar hér.

Greiðslur til foreldra eru því persónubundnar en hámarksgreiðsla til foreldris eru kr. 600.000 á mánuði. Lágmarks greiðsla til foreldris í yfir 50% starfi eru kr.199.522 og til foreldris í 25-49% starfi eru kr. 143.963

Vinsamlegast athugið að þessar upphæðir eiga við vegna barna fædd árið 2022 og síðar. Upplýsingar um greiðslur vegna eldri barna má finna með því að smella hér.  

Hægt er að skoða reiknivél Fæðingarorlofssjóðs hér.

Til að nýta persónuafsláttinn þinn þarf að berast eyðublaðið: Beiðni um nýtingu á persónuafslætti, sem finna má á heimasíðunni. Hægt er fylla beiðnina út í tölvu og senda beint með tölvupóst, þ.e. þú þarft ekki að prenta hana út.

Beiðnin þarf að berast fyrir 20. þess mánaðar sem nýtta á persónuafslátt.

Hægt er að nálgast beiðnina hér

Hægt er að hefja töku fæðingarorlofs allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns og nýta þarf rétt til fæðingarorlofs áður en barn nær 24 mánaða aldri.

Fæðingarorlof getur styst verið tvær vikur (hálfur mánuður) í senn.

Tilkynna þarf vinnuveitanda um töku fæðingarorlof 8 vikum fyrir upphaf fæðingarorlofs.

Ekki þarf að tilkynna hvernig þú vilt nýta alla þá mánuði sem þú átt rétt á, en hafa þarf í huga að skipting fæðingarorlofs á fleiri tímabil er samkomulag við vinnuveitanda.

Hægt er að gera breytingu á áður tilkynntu fæðingarorlofi með því að senda eyðublaðið: Breyting og/eða nýtt tímabil á tilhögun fæðingarorlofs. Eyðublaðið þarf að vera undirritað af þér og vinnuveitanda.

Launaseðla frá Fæðingarorlofssjóði má finna í heimabanka þínum undir rafræn skjöl.

Á launaseðli kemur fram m.a. tímabil fæðingarorlofs og ýmis konar frádráttur.

-Allar greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði eru staðgreiðsluskyldar en hægt er að nýta persónuafslátt á móti.

-Skylt er að greiða í lífeyrissjóð.

-Foreldri er heimilt að greiða í séreignarsjóð en Fæðingarorlofssjóður greiðir ekki mótframlag vinnuveitanda.

-Foreldir er heimilt að greiða í stéttarfélag og bent er á að hafi foreldri þegar verið að greiða í stéttarfélag kunna réttindi þar að falla niður sé ekki greitt áfram í stéttarfélag í fæðingarorlofi

Ef foreldrar eru ekki giftir eða í skráðri sambúð við fæðingu barns fer móðir ein með forsjá barnsins. Þá þarf forsjárlausa foreldrið að skila inn til staðfestingu á faðerni og samþykki forsjárforeldris fyrir umgengi við barnið á meðan fæðingarorlofi stendur EÐA staðfestingu á sameiginlegri forsjá frá Sýslumanni.

Staðfesting á faðerni/faðernisviðurkenning: Hægt er að staðfesta faðerni með því að skila inn fæðingarvottorði barns þar sem fram kemur faðerni barns. Ath. ekki er nóg að vera skráður lýstur faðir á fæðingarvottorði. Fæðingarvottorð barns má nálgast hjá Þjóðskrá www.skra.is

Til að hægt sé að skrá faðerni á fæðingarvottorði þarf að hafa farið fram faðernisviðurkenning. Það er t.d. hægt með því að fylla út eyðublað um faðernisviðurkenningu sem finna má hjá Þjóðskrá og skila því inn til Þjóðskrár. Eftir það er hægt að sækja um fæðingarvottorð barns. Nánari upplýsingar veitir Þjóðskrá. www.skra.is

Umgenginsréttur: Forsjárforeldri þarf að skrifa undir og staðfesta heimild forsjárlauss foreldris til umgengi við barnið í fæðingarorlofi. Hægt er að nálgast eyðublaðið hér.

Sameiginleg forsjá: Hafa þarf samband við Sýslumann til að ganga frá sameiginlegri forsjá og veitir hann allar nánari upplýsingar. https://island.is/s/syslumenn

Vinsamlegast athugið að berast þarf staðfesting á faðerni og samþykki fyrir umgengi EÐA staðfesting á sameiginlegri forsjá. Ekki þarf að senda bæði.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni