Skráð atvinnuleysi í janúar var 5,2% og jókst úr 4,9% í desember
Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði.
Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði.
Vegna óveðurs má gera ráð fyrir röskun á þjónustu hjá Vinnumálastofnun á morgun, mánudaginn 07. febrúar. Gera má ráð fyrir að þjónustuskrifstofur verði lokaðar fram eftir morgni og þá geta einnig verið raskanir á öðrum þjónustuleiðum eins og síma- og tölvusamskiptum.
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í janúar þar sem 27 starfsmönnum var sagt upp störfum í gististaða- og veitingahúsarekstri. Uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu febrúar til maí 2022.