Tímabundinn stuðningur til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindarvíkurbæ
Alþingi samþykkti þann 27. nóvember frumvarp félagsmálaráðherra um tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ. Vinnumálastofnun annast framkvæmd laganna. Markmið með lögunum er að vernda afkomu fólks sem ekki getur sinnt störfum sínum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ með því að tryggja launagreiðslur til viðkomandi upp að ákveðnu hámarki. Jafnframt er markmiðið að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks.