Tölulegar upplýsingar um hópuppsagnir:

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið hopuppsagnir@vmst.is


Hópuppsagnir á árinu 2022

Á árinu 2022 bárust Vinnumálastofnun 6 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 229 manns var sagt upp störfum.

Flestir misstu vinnuna á árinu 2022 í fiskvinnslu 87, í félagastarfsemi 42 og í opinberri þjónustu 39. Sjá nánar:

Hópuppsagnir á árinu 2021

Á árinu 2021 bárust Vinnumálastofnun 9 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 497 manns var sagt upp störfum.

Flestir misstu vinnuna á árinu 2021 í flutningum eða 253, í fiskvinnslu 84, í sérfræðistarfsemi 57, í fjármála og vátryggingastarfsemi 55 og í verslun 48. Sjá nánar:

Hópuppsagnir á árinu 2020

Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári.  Á hrunárinu 2008 var 5.074 manns sagt upp störfum í 103 tilkynningum og á árinu 2009 var alls 1.780 manns sagt upp störfum í 54 tilkynningum. 

Sjá nánar:

Hópuppsagnir á árinu 2019

Um 53% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2019 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 37% á Suðurnesjum, um 4% á Vesturlandi, um 3,5% á Suðurlandi og um 2,4% á Norðurlandi eystra.

Á árinu 2019 barst Vinnumálastofnun 21 tilkynning um hópuppsögn, þar sem 1.046 manns var sagt upp störfum. Flestir hafa misst vinnuna í flutningum, 540 eða tæp 52% allra hópuppsagna, í byggingariðnaði 104, eða um 10% og 102 í fjármála – og vátryggingastarfsemi eða tæp 10%.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2019

Hópuppsagnir á árinu 2018

Á árinu 2018 bárust Vinnumálastofnun 15 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 864 manns var sagt upp störfum. Mest var um uppsagnir í flutningum eða 393 manns, sem er um 45% allra hópuppsagna. Í iðnaði var sagt upp 266 manns (31%) og 151 í fiskvinnslu, eða um 17%.

Um 51% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2018 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 34% á Suðurnesjum, 11% á Suðurlandi, 3% á Vesturlandi og 1% á Vestfjörðum.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2018.

Í excelskjali með samantekt um hópuppsagnir á árunum 2008-2018 má sjá að þeim hefur fjölgað nokkuð síðustu ár sem sagt hefur verið upp í hópuppsögnum, voru 231 árið 2014 þegar fæst var, en 864 á árinu 2018. Ef teknar eru saman upplýsingar síðustu 7 ára (2012-2018) er mest um að fólki sé sagt upp störfum í hópuppsögnum á þessum árum í fiskveiðum og -vinnslu og því næst í flutningastarfsemi og í iðnaði. Þar á eftir koma mannvirkjagerð, verslun, upplýsingatækni- og útgáfustarfsemi og fjármála- og tryggingastarfsemi. Um 63% uppsagna á þessu tímabili eru á höfuðborgarsvæðinu og um 14% á Suðurnesjum, en aðrar uppsagnir dreifast nokkuð á önnur landsvæði. Loks má sjá að flestar uppsagnirnar eru tilkynntar til Vinnumálastofnunar síðustu mánuði hvers árs og flestar koma svo til framkvæmda í janúar.

Samantekt um hópuppsagnir 2008-2018, í excel 

Hópuppsagnir á árinu 2017

Á árinu 2017 bárust Vinnumálastofnun 17 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 632 manns var sagt upp störfum. Mest var um uppsagnir í fiskvinnslu eða 241 manns, sem er um 38% allra hópuppsagna. Í iðnaðarframleiðslu var sagt upp 125 manns (20%) og 86 í verslun, eða um 14%.

Um 56% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2017 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 20% á Vesturlandi, 19% á Suðurlandi og 5% samtals á Suðurnesjum og á Norðurlandi eystra.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2017.

Í excelskjali með samantekt um hópuppsagnir á árunum 2008-2017 má sjá að þeim hefur fjölgað nokkuð síðustu ár sem sagt hefur verið upp í hópuppsögnum, voru 231 árið 2014 þegar fæst var, en 632 á árinu 2017. Ef teknar eru saman upplýsingar síðustu 7 ára (2011-2017) er mest um að fólki sé sagt upp störfum í hópuppsögnum á þessum árum í fiskveiðum og -vinnslu og því næst í mannvirkjagerð, en einnig í iðnaði, verslun, upplýsingatækni- og útgáfustarfsemi og fjármála- og tryggingastarfsemi. Um 68% uppsagna á þessu tímabili eru á höfuðborgarsvæðinu, en aðrar uppsagnir dreifast nokkuð á önnur landsvæði. Loks má sjá að flestar uppsagnirnar eru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í september fram í nóvember og flestar koma svo til framkvæmda í janúar.

Samantekt um hópuppsagnir 2008-2017, í excel 

Hópuppsagnir á árinu 2016

Á árinu 2016 bárust Vinnumálastofnun 13 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 493 manns var sagt upp störfum. Flestir hafa misst vinnuna í fiskvinnslu, 122 eða um 25% allra hópuppsagna, í iðnaðar­framleiðslu 105, eða um 21%, 73 í upplýsinga- og fjarskiptagreinum eða um 15%, 61 í verslunarstarfsemi eða um 13% og í mannvirkjagreinum 51 eða um 10%.

Um 65% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2016 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 10% á Norðurlandi eystra og á Vesturlandi.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2016

Samantekt um hópuppsagnir 2008-2016, í excel

Hópuppsagnir á árinu 2015

Á árinu 2015 bárust Vinnumálastofnun 11 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem sagt var upp 339 manns.  Flestir hafa misst vinnuna í opinberri stjórnsýslu, 62 eða um 18%, í heilbrigðis- og félagsþjónustu 61, eða um 18% allra hópuppsagna og 55 í fjármála- og tryggingaþjónustu svo og í mannvirkjagreinum eða um 16% í hvorri grein.  Af þeim 62 sem sagt var upp í opinberri stjórnsýslu var 49 boðin vinna við ný verkefni á vegum hins opinbera.

Um 84% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2015 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 13% á Vestfjörðum, og um 3% á Suðurnesjum.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2015 

Hópuppsagnir á árinu 2014

Á árinu 2014 bárust 10 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem sagt var upp 231 starfsmanni.  Flestir misstu vinnuna í fiskvinnslu í hópuppsögnum á árinu 2014, 81 eða um 35% allra hópuppsagna og 50 í fjármála- og tryggingaþjónustu eða  um 22%.

Um 55% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2014 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 28% á Vestfjörðum, um 10% á Suðurnesjum og um 7% á Suðurlandi.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2014

Hópuppsagnir á árinu 2013

Á árinu 2013 bárust 11 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem sagt var upp 314 manns.  Flestir hafa misst vinnuna í fiskvinnslu í hópuppsögnum á árinu 2013, 86 eða um 27% allra hópuppsagna og 84 í mannvirkjagreinum eða um 27%.

Um 73% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2013 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 17% á Suðurnesjum og um 10% á Vestfjörðum.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2013

Hópuppsagnir á árinu 2012

Á árinu 2012 bárust alls 9 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp 293 manns. Flestar uppsagnirnar voru í samgöngum og flutningastarfsemi eða rúmur þriðjungur og að stærstum hluta voru uppsagnirnar á höfuðborgarsvæðinu, eða 84%.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2012

Hópuppsagnir á árinu 2011

Á árinu 2011 bárust alls 23 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp 752 manns. Flestar uppsagnirnar voru í byggingariðnaði eða um þriðjungur og tæp 70% uppsagnanna voru á höfuðborgarsvæðinu.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2011

Hópuppsagnir á árinu 2010

Engar hópuppsagnir bárust í desember 2010. Á árinu 2010 hafa Vinnumálastofnun alls borist 29 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem sagt hefur verið upp samtals 742 manns. Flestir hafa misst vinnuna í byggingariðnaði í hópuppsögnum á árinu 2010, 401 eða um 54% allra hópuppsagna á árinu 2010. Næst flestir komu úr fiskvinnslu, 98 manns eða 13%. 65 manns hefur veriðsagt upp í hópuppsögnum í veitustarfsemi, eða 9%. Rúmlega 50 manns hefur verið sagt upp í fjármálastarfsemi eða 7% og sömu sögu er að segja úr upplýsingastarfsemi. Í iðnaði, verslun og veitingarekstri hafa 3%-4% af hópuppsögnum átt sér stað, í hverjum geira fyrir sig. Þær hópuppsagnir sem tilkynntar voru á árinu 2010 hafa flestar komið til framkvæmda nú þegar. Um 61% hópuppsagna á árinu 2010 eru á höfuðborgarsvæðinu, um 20% á Vestfjörðum og um 15% á Suðurlandi, um 3% á Suðurnesjum og um 1% dreifast á önnur svæði landsins.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2010

Hópuppsagnir á árinu 2009

Vinnumálastofnun bárust 5 hópuppsagnir í desembermánuði 2009 þar sem sagt var upp 167 manns. Um er að ræða fyrirtæki í fiskvinnslu, iðnaði, verslun, flutningastarfsemi og upplýsinga‐ og útgáfustarfsemi. Ástæður uppsagnanna eru verkefnaskortur, hráefnisskortur, greiðslustöðvun og endurskipulagning vegna minnkandi verkefna og rekstrarerfiðleikar. Nokkrir hafa fengið ráðningu hjá öðrum fyrirtækjum sem tóku yfir verkefni og stefnt er að endurráðningum í stöku tilvikum.

Alls bárust Vinnumálastofnun tilkynningar um uppsagnir 1.789 manns á árinu 2009 í hópuppsögnum. 

Um 84% hópuppsagna á árinu 2009 eru á höfuðborgarsvæðinu, um 8% á Suðurnesjum og 8% dreifast á önnur svæði landsins.

Mestur fjöldi tilkynninga um fyrirhugaðar hópuppsagnir barst í mars annars vegar og júní hins vegar, um 20% tilkynntra uppsagna ársins í hvorum mánuði. Fjöldinn var einnig mikill í apríl (16%), en minni aðra mánuði.

Hópuppsagnir á árinu 2008

Í desembermánuði bárust Vinnumálastofnun aðeins 4 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals 94 einstaklingum. Ein tilkynning var úr mannvirkjagerð, samtals 19% þeirra sem sagt var upp með þessum hætti, ein úr verslunargeiranum, samtals um 36% uppsagna, og tvær úr upplýsinga‐ og sérfræðistarfsemi, samtals um 45% þeirra sem sagt var upp.

Alls var tæplega 5.100 manns sagt upp á árinu 2008 með hópuppsögnum. Stærstur hluti uppsagnanna barst í lok október eða tæp 60%, 11% uppsagnanna barst í nóvembermánuði og færri í öðrum mánuðum.

Langflestar uppsagnirnar ná til starfsfólks sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar um búsetu fólks koma þó ekki alltaf fram í tilkynningum um hópuppsagnir, en áætlað er að milli 80 og 85% hópuppsagna snúi að fólki á höfuðborgarsvæðinu, milli 5 og 10% af Suðurnesjum, tæp 5% af Vesturlandi en lægra hlutfall af öðrum landsvæðum.

Skýrsla um hópuppsagnir á árinu 2008


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni