Námsstyrkir

Sért þú á atvinnuleysisbótum getur þú átt rétt á námsstyrk til að sækja starfstengd námskeið sem styrkja þig í atvinnuleit þinni sem þú finnur sjálf(ur). 

Námsstyrkurinn er 80.000 kr. á ári en Vinnumálastofnun styrkir aldrei meira en því sem nemur 75% af námskeiðsgjaldi hverju sinni. Eingöngu er hægt að fá styrk fyrir hverju námskeiði einu sinni.

Þú getur einnig kannað með rétt þinn til námsstyrks hjá þínu stéttarfélagi, en ekki er gerð krafa um að réttur þinn þar sé nýttur áður en umsókn um námsstyrk er lögð fram hjá Vinnumálastofnun. Stéttarfélög styrkja einnig oft önnur námskeið en hægt er að fá styrk fyrir hjá Vinnumálastofnun.


Dæmi um styrkhæf námskeið:

  • Bókhaldsnámskeið 
  • Meirapróf
  • Vinnuvélaréttindi 
  • Slysavarnarskóli sjómanna 
  • Sjálfstyrkingarnámskeið sem ekki er greitt að fullu af Vinnumálastofnun 
  • Stjórnendanámskeið 

Skilyrði:

  • Að umsókn um atvinnuleysisbætur sé samþykkt. 
  • Námskeiðið styrki þig í atvinnuleit þinni að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar. 
  • Að námið sé ekki einingabært (þ.e. við styrkjum ekki skólagjöld í framhalds- né háskóla).
  • Að sótt sé um áður en námskeið hefst. 
  • Að þú hafir ekki fullnýtt þér rétt þinn til námsstyrks áður á árinu. 
  • Eingöngu er hægt að fá styrk fyrir hverju námskeiði einu sinni.
  • Gerð er krafa um að námskeið sé á vegum viðurkennds fræðsluaðila eða sérfræðingi á sínu sviði að mati Vinnumálastofnunar. 

Skyldur meðan á námskeiði stendur:

  • Vera í virkri atvinnuleit og tilbúin/n að taka starfi ef það býðst. 
  • Staðfesta atvinnuleit mánaðarlega. 
  • Sinna boðum um mætingu á fundi, viðtöl og annað sem Vinnumálastofnun kann að boða þig á. 

Hvað þarft þú að gera til að sækja um námsstyrk?

Þú þarft að skila inn umsókn um námsstyrk og með henni þarf að fylgja námskeiðslýsing, tímasetning námskeiðs og greiðslukvittun vegna námskeiðsins. 

hvar skilar þú inn umsókn um námsstyrk?

Þú sendir umsókn um námsstyrk og fylgigögn á netfangið radgjafar@vmst.is.

Þegar þú hefur greitt fyrir námskeiðið sendir þú greiðslukvittun í gegnum Mínar síður og tilkynnir það á netfangið radgjafar@vmst.is

 


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni