Ráðgjöf fyrir innflytendur
Vinnumálastofnun starfrækir ráðgjafaþjónustu fyriri flóttafólk. Þjónustan er gjaldfrjáls og fyllsta trúnaðar er gætt. Ráðgjafar okkar tala íslensku, ensku, pólsku, spænsku, arabísku, úkraínsku og rússnesku.
Hjá okkur fá innflytjendur stuðning til að auðvelda þeim fyrstu sporin á Íslandi. Við erum í samstarfi við helstu stofnanir og samtök á Íslandi. Með þeirra hjálp getum við þjónað þér í samræmi við þínar þarfir.
Ráðgjafar
Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig á eftirfarandi tungumálum: Ensku, pólsku, íslensku, úkraínsku, rússnesku, spænsku og arabísku. Þú getur nálgast þá á þremur stöðum, eftir því hverjar þarfir þínar eru:
Reykjavík
Viðtalstímar eru frá 10:00 – 12:00, á virkum dögum.
Ísafjörður
Árnagata 2 – 4, 400 Ísafjörður
Viðtalstímar eru frá 09:00 – 12:00, á virkum dögum.
Þeir sem eru að sækjast eftir alþjóðlegri vernd geta farið í þjónustumiðstöðina í Dómus, sem er staðsett á Egilsgötu 3, 101 Reykjavík. Almennir opnunartímar eru frá 08:00 til 16:00 en ráðgjafar MCC geta tekið á mótið fólki milli 09:00 og 12:00, á virkum dögum.