Spurningar og svör fyrir atvinnuleitendur
Hér er hægt að finna helstu svör við spurningum frá atvinnuleitendum
- Hvað þarftu að vita?
- Hvernig sæki ég um atvinnuleysisbætur
- Hvað eru atvinnleysisbætur háar?
- Af hverju fæ ég svona lítið útborgað?
- Á ég rétt á tekjutengingu?
- Hvað skerðir atvinnuleysisbætur?
- Hvað þarf ég að gera ef mér býðst hlutastarf eða tilfallandi vinna?
- Hvað þarf ég að gera þegar hlutastarfi eða tilfallandi vinnu lýkur?
- Má ég taka að mér verkefni sem verktaki á meðan ég er á atvinnuleysisbótum?
- Þarf ég að staðfesta atvinnuleit á milli 20.-25. hvers mánaðar á meðan ég sæti biðtíma/viðurlögum?
- Ef ég tek út séreignasparnað, skerðir það atvinnuleysisbæturnar?
Þú sækir um atvinnuleysisbætur í gegnum mínar síður á vef Vinnumálastofnunar. Til að komast í umsóknarferlið smellir þú á mínar síður og síðan velur þú Atvinnuleitandi.
Þú getur einnig smellt hér til að komast á mínar síður.
Hér geturðu nálgast nánari upplýsingar um allt umsóknarferlið varðandi umsókn um atvinnuleysisbætur.
Eftirfarandi fjárhæðir gilda frá 1. janúar 2024:
Upphæð grunnatvinnuleysisbóta reiknast í hlutfalli við bótarétt:
- Atvinnuleysisbætur eru 349.851 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt.
- Atvinnuleysisbætur eru 262.388 kr. á mánuði miðað við 75% bótarétt.
- Atvinnuleysisbætur eru 174.925 kr. á mánuði miðað við 50% bótarétt.
- Atvinnuleysisbætur eru 87.462 kr. á mánuði miðað við 25% bótarétt (lágmarksbótaréttur).
Greiðslur vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára:
Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára er greidd mánaðarleg upphæð.
- Meðan greiddar eru tekjutengdar atvinnuleysisbætur er greitt 4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum eða 13.251 kr. á mánuði með hverju barni.
- Er búið að afgreiða umsóknina þína? Afgreiðsla umsókna getur tekið mismunandi langan tíma. Stundum vantar gögn og þá þarf að óska eftir þeim o.s.frv. og ef þau berast ekki fyrir 20. hvers mánaðar þá er ekki örugg að þú fáir greitt um mánaðarmótin þar á eftir.
- Atvinnuleysisbætur eru alltaf greiddar út 1. virka dag mánaðarins. Ef 1. dagur mánaðarins lendir á helgi þá eru atvinnuleysisbæturnar greiddar út næsta virka dag.
- Áttir þú ótekið orlof sem þú ráðstafaðir ekki? Orlof frá fyrra tímabili verður þú að klára áður en þú byrjar á atvinnuleysisbótum. Orlof sem þú hefur áunnið þér á nýju orlofstímabili getur þú ráðstafað á næsta orlofstímabili. Orlofstímabilið er frá 1. maí -15. september ár hvert. Orlofsdagar sem þú vinnur þér fyrir 1. maí á hverju ári á að nota á næsta orlofstímabili (sem hefst þá 1. maí).
- Umsækjandi um atvinnuleysisbætur getur fengið tekjutengingu einu sinni í upphafi bótatímabils (30 mánuðir) í allt að 3 mánuði.
- Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar fyrstu 2 vikurnar og svo tekur tekjutengingin við í næstu 3 mánuðina.
- Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði miðast við tryggingahlutfall hins tryggða en nema þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 494.585 á mánuði miðað við óskerta atvinnuleysistryggingu.
- Tekjutengdar atvinnuleysisbætur launamanna nema 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.
- Tekjutengdar atvinnuleysisbætur sjálfstætt starfandi einstaklinga eru 70% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus.
- Sá sem sætir viðurlögum eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum
- Gleymdir þú að staðfesta atvinnuleit milli 20.-25.? Þeir sem staðfesta frá 26. - 3. næsta mánaðar fá greitt 5 virkum dögum eftir fyrstu útborgun. Þeir sem staðfesta eftir 3. dag mánaðar fá greitt næstu mánaðarmót á eftir.
- Er búið að afgreiða umsóknina þína? Afgreiðsla umsókna getur tekið mismunandi langan tíma. Stundum vantar gögn og þá þarf að óska eftir þeim o.s.frv. og ef þau berast ekki fyrir 20. hvers mánaðar þá er ekki örugg að þú fáir greitt um mánaðarmótin þar á eftir.
- Atvinnuleysisbætur eru alltaf greiddar út 1. virka dag mánaðarins. Ef 1. dagur mánaðarins lendir á helgi þá eru atvinnuleysisbæturnar greiddar út næsta virka dag.
- Áttir þú ótekið orlof sem þú ráðstafaðir ekki? Orlof frá fyrra tímabili verður þú að klára áður en þú byrjar á atvinnuleysisbótum. Orlof sem þú hefur áunnið þér á nýju orlofstímabili getur þú ráðstafað á næsta orlofstímabili. Orlofstímabilið er frá 1. maí -15. september ár hvert. Orlofsdagar sem þú vinnur þér fyrir 1. maí á hverju ári á að nota á næsta orlofstímabili (sem hefst þá 1. maí).
- Umsækjandi um atvinnuleysisbætur getur fengið tekjutengingu einu sinni í upphafi bótatímabils (30 mánuðir) í allt að 3 mánuði.
- Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar fyrstu 2 vikurnar og svo tekur tekjutengingin við í næstu 3 mánuðina.
- Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði miðast við tryggingahlutfall hins tryggða en nema þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 551.530 á mánuði miðað við óskerta atvinnuleysistryggingu.
- Tekjutengdar atvinnuleysisbætur launamanna nema 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.
- Tekjutengdar atvinnuleysisbætur sjálfstætt starfandi einstaklinga eru 70% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus.
- Sá sem sætir viðurlögum eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum
Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar samtals í hálfan mánuð frá fyrstu skráningu áður en tekjutenging atvinnuleysisbóta tekur gildi.
- Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 551.530k kr. á mánuði.
- Útreikningur tekjutengingar miðast við:
Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.
Sjálfstætt starfandi: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og skal þá miða við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus. - Bótarétt umsækjanda: Upphæð tekjutengingar miðast einnig við bótarétt umsækjanda. Reiknist umsækjandi með hámarkstekjutengingu en 50% bótarétt þá verða hámarksatvinnuleysisbætur 50% af 551.530 kr. eða kr. 275.765
- Réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils ef skilyrði um tekjutengingu eru uppfyllt.
- Sá sem sætir biðtíma eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum.
- Umsækjandi á aðeins einu sinni rétt á hverju bótatímabili á tekjutengdum atvinnuleysisbótum og þá í upphafi tímabilsins.
- Tekjur af hlutastarfi
- Tekjur af tilfallandi vinnu
- Elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun
- Elli- og örorkulífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum
- Fjármagnstekjur
- Vaxtabætur eru ekki fjármagnstekjur heldur skattaafsláttur og skerða því hvorki greiðslur atvinnuleysistrygginga né almannatrygginga
- Þegar rauntekjur hins tryggða, þ.e. samanlagðar tekjur í starfi og atvinnuleysisbætur hans, eru hærri en sem nemur óskertum rétti hans til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki að upphæð 77.223 kr., skal skerða atvinnuleysisbætur hans um helming þeirra tekna sem umfram eru.
- Atvinnuleitandi skal upplýsa Vinnumálastofnun tafarlaust um allar breytingar sem verða á högum og kunna að hafa áhrif á rétt hans á þeim tíma er hann fær greiddar atvinnuleysisbætur. Því þarf að tilkynna hlutastarf eða tilfallandi vinnu í síðasta lagi samdægurs. Ef ekki er tilkynnt um slíkar breytingar getur það leitt til skuldamyndunar, biðtíma eða annarra viðurlaga samkvæmt lögum.
- þú þarft að tilkynna um vinnu á Mínum síðum undir aðgerðir.
- Ef um hlutastarf er að ræða er mikilvægt að skrá starfshlutfall (%), tekjuáætlun og upphafsdag svo hægt sé að stofna hlutastarfið.
- Mikilvægt er að tekjuáætlun sé sem réttust til að ekki myndist skuld við Vinnumálastofnun en það getur gerst þegar rauntekjur eru hærri en áætlaðar tekjur.
- Hlutastarf skerðir atvinnuleysisbætur um sem nemur starfshlutfalli og um helming þeirra tekna sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki (77.223).
- Athuga skal að umsækjendur um atvinnuleysistryggingar þurfa að gera grein fyrir öllum þeim tekjum sem þeir kunna að hafa á sama tíma og þeir eru á atvinnuleysisbótum, einnig ef tekjur eru lægri en frítekjumark.
- Hér getur þú séð myndband með leiðbeiningum varðandi þessi atriði
- Tilkynna þarf til Vinnumálastofnunar um starfslok í hlutastarfi með því að skila vottorði vinnuveitanda.
- Vottorð vinnuveitanda þarf að leggja fram til að upplýsa um ástæðu starfsloka og staðfesta starfshlutfall og tímabil.
- Mikilvægt er að tilkynna um starfslok í hlutastarfi er því lýkur svo starfshlutfall og tekjuáætlun hætti að skerða atvinnuleysisbætur
- Ef um tilfallandi vinnu var að ræða þarf ekki að tilkynna sérstaklega um lok hennar þar sem tekjurnar hætta að skerða atvinnuleysisbætur þegar vinnunni lýkur og engar launagreiðslur eiga sér sta
- Farir þú í verktakavinnu þarftu að skrá þig af atvinnuleysisbótum þann dag sem þú sinnir verkefninu jafnvel þó vinnan við það vari minna en 8 klst.
- Ekki er heimilt að safna upp tímum vegna verktakavinnu.
- Sbr. umsækjandi sem kennir 2 x 2 klst. í viku = afskráning í 2 daga.
- Já, ef atvinnuleysi er ekki staðfest á tilgreindum tíma frestast biðtíminn/viðurlögin þar til staðfesting hefur farið fram.
Nei, úttekt á séreignasparnaði skerðir ekki atvinnuleysisbætur.