Greiðsla ættleiðingarstyrks er föst fjárhæð fyrir barn eða börn.


Greiðslufjárhæð

  • Fjárhæð ættleiðingarstyrks á árinu 2024 er 823.108 kr. Ef kjörforeldrar hafa ættleitt fleiri en eitt barn samtímis er veittur styrkur vegna hvers barns umfram eitt sem nemur 20% af framangreindri fjárhæð, þ.e. ef börnin eru tvö verður styrkurinn 987.730 kr. o.s.frv.
  • Fjárhæð styrksins er endurskoðuð í tengslum við afgreiðslu fjárlaga á tveggja ára fresti.
  • Ættleiðingarstyrkur er undanþeginn staðgreiðslu skatta. Leyfður er frádráttur frá tekjum sem byggist á sannanlegum kostnaði kjörforeldra við ættleiðingu barns eða barna. Skilyrði fyrir frádrættinum er að fullnægjandi reikningar liggi að baki. Aldrei er þó leyfð hærri fjárhæð til frádráttar en talin yrði til tekna sem ættleiðingarstyrkur. Ef fjárhæð frádráttar verður lægri en styrkurinn ber að greiða tekjuskatt af mismuninum. Á skattframtali er styrkurinn talinn upp sem tekjur samkvæmt útgefnum launamiða en framteljendur/kjörforeldrar verða sjálfir að skrá kostnað á móti.
  • Nálgast má upplýsingar um eldri fjárhæðir hér.

Leiðrétting á greiðslum

Hafi styrkþegi ranglega fengið ættleiðingarstyrk skal hann endurgreiða þá fjárhæð sem ofgreidd var. Þá ákvörðun er heimilt að kæra til félags- og jafnréttismálaráðherra.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni