Ættleiðingarstyrkur er fjárstyrkur úr ríkissjóði til kjörforeldra sem ættleitt hafa erlent barn eða börn í samræmi við lög um ættleiðingar.
Skilyrði ættleiðingarstyrks
- Réttur til ættleiðingarstyrks er bundinn því skilyrði að um frumættleiðingu erlendra barna sé að ræða. Með orðinu frumættleiðing er átt við ættleiðingu á barni sem ekki er barn eða kjörbarn maka umsækjanda, sambúðarmaka eða maka í staðfestri samvist.
- Eingöngu þeir sem skráðir eru með lögheimili hér á landi samkvæmt Þjóðskrá Íslands eiga rétt á greiðslu ættleiðingarstyrks.
- Kjörforeldrar sem hafa fengið útgefið forsamþykki í samræmi við lög um ættleiðingar eiga einir rétt á ættleiðingarstyrk. Þessi réttur er ekki framseljanlegur.
- Ættleiðingarstyrkur er eingreiðsla sem er greidd út samkvæmt umsókn kjörforeldra þegar erlend ættleiðing hefur verið staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi hefur verið gefið út í samræmi við ákvæði laga um ættleiðingar.