Sækja skal um styrk innan sex mánaða frá því að erlend ættleiðing er staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi gefið út hér í samræmi við lög um ættleiðingar. Réttur til ættleiðingarstyrks fellur niður að þessum tíma liðnum.
Umsókn um greiðslur
- Kjörforeldrar skulu sækja um ættleiðingarstyrk með því að fylla út eyðublaðið: Umsókn um ættleiðingarstyrk.
- Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi gögn:
1. Forsamþykki ættleiðingar útgefið af sýslumanni samkvæmt lögum um ættleiðingar.
2. Staðfestingarbréf erlends stjórnvalds um ættleiðinguna stimplað/áritað af sýslumanni.