Tilkynning og tilhögun fæðingarorlofs

Mikilvægt er að starfsmenn tilkynni vinnuveitendum tímanlega um fæðingarorlof og aðilar ákveði tilhögun þess enda er fæðingarorlof réttur til leyfis frá launuðum störfum.


Tilkynning og tilhögun fæðingarorlofs

Starfsmaður sem ætlar að taka fæðingarorlof skal tilkynna það vinnuveitanda eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi 8 vikum fyrir fyrirhugaðan fæðingardag barns. Vilji foreldri breyta áður tilkynntum upphafsdegi skal það gert 3 vikum fyrir hinn nýja fyrirhugaða upphafsdag. Smellið hér til að nálgast tilkynningarformið

Starfsmaður á rétt á að taka fæðingarorlof í einu lagi. Með samkomulagi við vinnuveitanda er þó heimilt að skipta því niður á fleiri tímabil og/eða taka það samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Þó má aldrei taka fæðingarorlof skemur en tvær vikur í senn. Móður er skylt að taka fæðingarorlof fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu barns.

Geti vinnuveitandi ekki fallist á óskir starfsmanns um tilhögun fæðingarorlofs skal hann að höfðu samráði við starfsmann leggja til aðra tilhögun innan viku. Skal það gert skriflega og ástæður tilgreindar fyrir breyttri tilhögun. Náist ekki samkomulag milli aðila á starfsmaðurinn ávallt rétt á að taka fæðingarorlof sitt í einu lagi frá þeim upphafsdegi sem hann ákveður.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni