Markmið og gildissvið laga um fæðingar- og foreldraorlof.
Gildissvið
Í 1. gr. laga nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof (ffl.), kemur fram að lögin taka til:
- Réttinda foreldra á innlendum vinnumarkaði til fæðingar- og foreldraorlofs. Þau eiga við um foreldra sem eru starfsmenn eða sjálfstætt starfandi.
- Réttinda foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli og í fullu námi til fæðingarstyrks
Markmið
Í 2. gr. ffl.. kemur fram að markmið laganna eru:
- Að tryggja barni samvistir við báða foreldra.
- Þá sé lögunum ætlað að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Lög og reglugerðir:
Hér er hægt að nálgast lög og reglugerðir um Fæðingarorlofssjóð. Smellið á tenglana til þess að sjá nánar um lögin:
- Lög nr. 144/2020 um fæðingar- og foreldraorlof.
-
Reglugerð nr. 1465/2023 stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=1b4da637-a223-4798-9c04-1f2d4dfbfefb
- Reglugerð nr. 931/2000, um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.