Sjálfseflingarnámskeið
Atvinnuleit og tækifæri
Fræðsluaðili og kennari: Fríða Hrönn Halldórsdóttir
Dagsetningar: 2.apríl ´24 – (fjarnámskeið)
Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er unnið út frá grunni hugmyndafræði náms- og starfsráðgjafar í atvinnuleit. Farið verður í undirbúning atvinnuleitar, ferilskrárgerð og hvernig útbúa á kynningarbréf. Námskeiðið hentar fólki í atvinnuleit og einnig þeim sem að hafa slæma reynslu eða upplifun af starfi eða hafa verið veikindum eða lent í slysi.
Augnablikið Núvitundarnámskeið Selfoss
Fræðsluaðili og kennari: Fræðslunet Suðurlands - Karen Guðmundsdóttir
Dagsetningar: 3.jún ´24
Námskeiðslýsing:
Núvitund í daglegu lífi. Hvað er núvitund og hentar hún mér? Námskeið um núvitund og lífeðlisfræðileg áhrif þess að iðka núvitund. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast þeim leiðum sem hægt er að fara í iðkun núvitundar. Rannsóknir sýna að núvitund gagnast vel til að takast á við t.a.m. tilfinningar, streitu, svefn og verki. Einnig að iðkun á núvitund getur gefið fólki betra innsæi í tilfinningar sínar, betri athygli, minni og einbeitingu.