Ráðgjafaþjónusta

Hjá ráðgjöfum Vinnumálastofnunar geta allir sem eru í atvinnuleit fengið aðstoð og hagnýt ráð varðandi leit að starfi sér að kostnaðarlausu. Áhersla er lögð á að efla einstaklinginn og skapa honum forskot á atvinnumarkaði. Markmið ráðgjafarinnar er að hvetja einstaklinga til aukinnar sjálfsþekkingar, aðstoða þá við að komast að hvar áhuginn liggur, hver hæfni þeirra er og hvert þeir stefna með tilliti til starfsþróunar.

Ráðgjöfin er fjölþætt og felst meðal annars í ýmis konar upplýsingagjöf um náms- og starfsval og hvernig atvinnuleit er best háttað. Boðið er upp á áhugasviðsgreiningu, aðstoð við að setja sér markmið, leiðbeiningar gefnar varðandi ákvarðanatöku á náms- og starfsvali og möguleikar skoðaðir á starfsþjálfunar og námstækifærum. Stór þáttur ráðgjafarinnar felst í aðstoð við gerð ferilskrár, kynningarbréfa og undirbúning fyrir atvinnuviðtal. Allt miðar þetta að því að auka þátttöku og möguleika einstaklinga á vinnumarkaði.
Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa með því að senda tölvupóst á radgjafar@vmst.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni