Atvinnumissir

Flestir þeir sem verða fyrir því að missa atvinnu upplifa það sem áfall. Áfallið er eðlileg viðbrögð við erfiðum aðstæðum. Það fer eftir aðstæðum hvers og eins hversu mikil tilfinningaleg viðbrögð verða við atvinnumissi og getur þá einnig skipt máli hvernig atvinnumissirinn er tilkominn. Stundum er atvinnuástand gott og einstaklingar vel undir það búnir að takast á við breyttar aðstæður en stundum reynist erfiðara að vinna úr breyttum aðstæðum t.d. vegna undangenginna erfiðleika á vinnustað, aðstæðna í persónulegu lífi eða einstaklingar hafi ekki haldið í við starfshæfni líkt og með þjálfun eða símenntun. Kvíði og streita geta gert vart við sig og orðið hamlandi og er þá gott að hafa í huga að erfitt getur verið að komast hjálparlaust í gegnum áfallið. Ef við höfum jákvæð viðhorf til breytinga verður hvatinn meiri til að auka þekkingu og færni sem getur leitt okkur inn á nýjar brautir og þar með opnað á fleiri tækifæri. Ráðgjafar Vinnumálastofnunar veita stuðning við atvinnumissi og í atvinnuleit.

Eftirfarandi atriði getur verið gott að hafa í huga til að takast á við breyttar aðstæður.

Skráðu þig í atvinnuleit og sæktu um atvinnuleysisbætur

Vinnumálastofnun greiðir út atvinnuleysisbætur frá og með þeim degi sem einstaklingur sækir um rafrænt á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Smelltu hér til að sækja um atvinnuleysisbætur. Það er því mikilvægt að skrá sig sem fyrst í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun jafnt og hjá öðrum ráðningarþjónustum (hlekkur á aðrar vinnumiðlanir). Hægt er að vera í virkri atvinnuleit á öllu landinu og er hægt að skoða laus störf á heimasíðu Vinnumálastofnunar.Smelltu hér ef þú vilt skoða laus störf.

Endurskipulagðu fjárhaginn

Atvinna er nátengd afkomu fólks því launin eru grundvöllur framfærslu okkar. Við atvinnumissi þarf því að skoða fjármálin, einkum skuldir og neyslu og möguleikann á tekjum því fljótt er að stefna í óefni í fjármálum ef ekki eru gerðar ráðstafanir. Skoða þarf hvort nauðsynlegt er að skuldbreyta lánum og hvort ef til vill megi draga út útgjöldum því oftast nær fylgir tekjuskerðing atvinnumissi. Þú getur rætt við þjónustufulltrúa í bankanum þínum. Ef þú ert kominn í greiðsluerfiðleika getur þú einnig fengið aðstoð hjá Umboðsmanni skuldara.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni