Atvinnuviðtalið

Viðtalið er tækifæri til að láta í té gagnlegar upplýsingar um atvinnuleitandann til spyrilsins, en ekki próf þar sem atvinnuleitandinn er í vörn við að svara spurningum. Umsækjandinn hefur margvíslega gagnlega færni, ákjósanleg starfsviðhorf og fjölbreytta, persónulega reynslu sem ekki er hægt að segja frá í smáatriðum í ferilskrá. Viðtalið gefur tækifæri til að minnast á og leggja áherslu á þessa ákjósanlegu þætti.

Markmið spyrlanna í viðtalinu eru að afla upplýsinga um hæfileika umsækjanda og meta hversu vel hann hentar í viðkomandi fyrirtæki og þá stöðu sem verið er að ráða í. Því er mikilvægt að slá á létta strengi í viðtalinu þannig að útkoman verði skemmtilegt spjall þar sem spyrillinn fær að kynnast innri manni umsækjanda.

Í lok viðtals er gott að sýna þakklæti fyrir móttökurnar og láta í ljós áhuga á starfinu. Ef möguleiki er fyrir hendi, þá er dagur ákveðinn til að hafa samband aftur

Spurningar

Sá sem spyr þarf að finna út á stuttum tíma hvernig persóna þú ert og hvernig framtíðar starfsmaður þú munt verða. Þar af leiðandi eru spurningar spyrla oft þær sömu frá einu viðtali til annars. Gefðu þér tíma að svara hverri spurningu. Það sýnir íhugun og yfirvegun. Umræða um félagslíf og tómstundir er jákvæð og á alls ekki að forðast. Þú verður persónulegri í huga þeirra í stað þess að vera samansafn upplýsinga um starfskunnáttu. Það hefur áhrif að vera jákvæður á allan máta, skýr í svörum og alls ekki forðast augnsamband.

  • Hvers vegna sækir þú um þetta starf?
  • Hvað hefur þú fram að færa?
  • Hvers vegna hættir þú í síðasta starfi? Hverjir voru kostir og gallar starfsins?
  • Hvernig líkar þér að vinna undir álagi?
  • Hvers vegna valdir þú þessa starfsgrein?
  • Hvað kallar þú gott starfsumhverfi?
  • Hvernig vinnur þú úr ágreiningi á vinnustað?
  • Af hverju á ég að ráða þig?
  • Segðu frá hugmynd sem þú hefur fengið og hefur verið hrint í framkvæmd á þínum vinnustað.
  • Hvernig telur þú að samstarfsfólk/yfirmaður komi til með að lýsa þér?
  • Hverjir eru helstu styrkleikar/veikleikar þínir?
  • Hver eru langtímamarkmið þín varðandi þetta starf?

Það er mikilvægt að sýna jákvæðni og áhuga á umræddu starfi og því gott að vera tilbúinn með spurningar varðandi starfið. Það gæti reynst vel að æfa sig á spurningunum og jafnvel skrifa spurningar og svör á blað (þó ekki til að taka með í viðtalið).

  • Hvers vegna er þetta starf laust?
  • Hvað felst í starfinu?
  • Er til starfslýsing?
  • Hverjir eru möguleikar á endurmenntun í starfi?
  • Hver er lykillinn að árangri í þessu starfi?
  • Hvernig er árangurinn metinn?
  • Hversu langan tíma fæ ég að sanna mig í starfi?
  • Skortur á mannasiðum.
  • Lágt sjálfsmat.
  • Hroki.
  • Áhugaleysi.
  • Vanþekking á fyrirtæki eða starfsemi.
  • Kærulaust útlit: snyrtimennska bágborin og fatnaður hirðulaus.
  • Skortur á leiðtogahæfileikum.
  • Óraunhæfar kröfur. Ofuráhersla á launaþáttinn og eiginhagsmuna viðhorf. Ekki litið til tækifæra í starfi og mögulegrar starfsþróunar.

Í fyrsta viðtali er vænlegra að bíða með spurningar um frí, laun og fríðindi einhverskonar. Slík umræða fer fram í næsta viðtali sem oft kallast launaviðtal.

  • Æfðu þig á spurningunum
  • Ekki mæta of seint – alls ekki of snemma heldur
  • Snyrtilegt útlit – það fyrsta sem tekið er eftir
  • Heilsa öllum með handabandi
  • Augnsamband
  • Brosa – hafa gaman

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni