Vinnumálastofnun tekur á móti öllum umsóknum um verndaða vinnu, hæfingu og dagþjónustu á öllu landinu.
- Sérfræðingar Vinnumálastofnunar meta umsókn og afla nauðsynlegra upplýsinga í samráði við umsækjanda
- Umsókn og greinargerð er send lögheimilis sveitarfélagi umsækjanda
- Lögheimilis sveitarfélag umsækjanda ákvarðar um þjónustu og svarar umsækjanda
- Vinsamlegast hafið samband við Vinnumálastofnun ef þörf er á frekari upplýsingum varðandi umsókn