Ekki er hægt að sækja um greiðslur strax vegna minnkaðs starfshlutfalls.
Alþingi hefur samþykkt frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. Athugið að það er ekki hægt að sækja strax um þessar greiðslur þar sem umsóknarformið er ekki tilbúið. Vinnumálastofnun leggur nú kapp á að vinna að stafrænni útfærslu fyrir þessa umsókn og er ekki hægt að sækja um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar meðan á þeirri vinnu stendur.