Ekki er hægt að sækja um greiðslur strax vegna minnkaðs starfshlutfalls.

Alþingi hef­ur samþykkt frum­varp Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, fé­lags- og barna­málaráðherra, um rétt til greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta sam­hliða minnkuðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­drátt­ar í starf­semi vinnu­veit­enda.  Athugið að það er ekki hægt að sækja  strax um þessar greiðslur þar sem umsóknarformið er ekki tilbúið.  Vinnumálastofnun leggur nú kapp á að vinna að stafrænni útfærslu fyrir þessa umsókn og er ekki hægt að sækja um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar meðan á þeirri vinnu stendur. 

Lesa meira


Áríðandi tilkynning til einstaklinga sem eru að fara í minnkað starfshlutfall vegna aðstæðna á vinnumarkaði.

Athugið að það er ekki hægt að sækja um minnkað starfshlutfall vegna samdráttar eins og er þar sem frumvarpið er enn til meðferðar á Alþingi og því liggur endanleg útfærsla ekki fyrir. Þrátt fyrir það leggur Vinnumálastofnun nú kapp á að vinna að stafrænni útfærslu fyrir þessa umsókn miðað við frumvarpsdrögin og á meðan á þeirri vinnu stendur er ekki hægt að sækja um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Við munum senda út tilkynningu þegar umsóknargrunnurinn er tilbúinn og einstaklingar sem fara í minnkað starfshlutfall geta sótt um. Athugið að allar umsóknir munu gilda afturvirkt frá 15. mars.Vinnumálastofnun biður fólk um að sýna biðlund vegna mikils álags og hvetur alla til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu stofnunarinnar.

Lesa meira

Áríðandi tilkynning vegna breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar á minnkuðu starfsfhlutfalli

Fyrir þingi liggur frumvarp til breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar á minnkuðu starfshlutfalli.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni