Fjárhæðir atvinnuleysisbóta

Eftirfarandi fjárhæðir gilda frá 1. janúar 2017:

Upphæð grunnatvinnuleysisbóta reiknast í hlutfalli við bótarétt:

 • Atvinnuleysisbætur eru 217.208 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt.
 • Atvinnuleysisbætur eru 162.906 kr. á mánuði miðað við 75% bótarétt.
 • Atvinnuleysisbætur eru 108.604 kr. á mánuði miðað við 50% bótarétt.
 • Atvinnuleysisbætur eru 54.302 kr. á mánuði miðað við 25% bótarétt (lágmarksbótaréttur).

Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 8.688 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).

Tekjutenging

Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar samtals í hálfan mánuð frá fyrstu skráningu áður en tekjutenging atvinnuleysisbóta tekur gildi.

 • Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 342.422 kr. á mánuði.
 • Útreikningur tekjutengingar miðast við:
  • Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.
  • Sjálfstætt starfandi: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og skal þá miða við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus.
  • Bótarétt umsækjanda: Upphæð tekjutengingar miðast einnig við bótarétt umsækjanda sbr. reiknist umsækjandi með hámarkstekjutengingu en 50% bótarétt þá verða hámarksatvinnuleysisbætur 50% af 342.422 kr. eða 171.211 kr.
 • Réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils ef skilyrði um tekjutengingu eru uppfyllt.
 • Sá sem sætir biðtíma eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum.
 • Umsækjandi á aðeins einu sinni rétt á hverju bótatímabili á tekjutengdum atvinnuleysisbótum og þá í upphafi tímabilsins.

 

 

 

 

 

 

 

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu