Umsókn um greiðslur í sóttkví

Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga um tímabundnar greiðslur vegna einstaklinga sem sæta sóttkví. Markmið laganna er að styðja atvinnurekendur sem greiða launamönnum sem sæta sóttkví laun þegar önnur réttindi, s.s. veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum, eiga ekki við. Með þessu móti er stefnt að því að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.

Lögin taka til greiðslna til atvinnurekenda sem greitt hafa launamönnum sem sæta sóttkví laun á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2021. Launamenn sem hafa sætt sóttkví en hafa ekki fengið greidd atvinnurekanda sínum geta einnig sótt um greiðslur á grundvelli laganna. Auk þess geta sjálfstætt starfandi einstaklinga sótt um greiðslur. Umsóknir um greiðslur skulu berast Vinnumálastofnun fyrir 1. apríl 2022.

Ef þú ert atvinnurekandi smelltu þá hér til að sækja um greiðslur í sóttkví.

Ef þú ert launamaður smelltu þá hér til að sækja um greiðslur í sóttkví. 

Þarftu fleiri upplýsingar um greiðslur í sóttkví?

Smelltu þá hér til að fá nánari upplýsingar um skilyrði greiðslna í sóttkví. 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni