Greiðslur atvinnuleysisbóta

Greiðslur atvinnuleysisbóta fyrir allt landið fara fram hjá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar

Greiðslur atvinnuleysistrygginga fara fram 1. virka dag hvers mánaðar.

Athygli er vakin á því að að umsækjendur þurfa að staðfesta atvinnuleit sína mánaðarlega frá 20. – 25. hvers mánaðar til að tryggja greiðslur um mánaðarmót. Atvinnuleit er staðfest á "Mínar síður" atvinnuleitanda.

  • Greiðslur til umsækjenda sem staðfesta atvinnuleit frá 20. - 25. hvers mánaðar eru afgreiddar fyrsta virka dag í mánuði.
  • Greiðslur til umsækjenda sem staðfesta atvinnuleit sína milli 26. og 3. næsta mánaðar eru ekki afgreiddar fyrr en eftir 1. viku mánaðarins.
  • Greiðslur til umsækjanda sem staðfesta atvinnuleit sína eftir 3. næsta mánaðar greiðast með útborgun næstu mánaðarmóta.
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu