Foreldri sem er komið á vinnumarkað fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða varanlegt fóstur og á rétt á fæðingarorlofi en greiðslu fæðingarstyrks getur orðið fyrir tekjumissi ef fæðingarstyrkurinn bætir bara hluta tekjumissisins. Í þessum tilvikum getur vinnuveitanda verið heimilt að bæta þann tekjumissi sem fæðingarstyrkur bætir ekki.


Eftirlit

Mánaðarlega er framkvæmt eftirlit sem felst í því að keyrðar eru saman upplýsingar um greiðslur fæðingarstyrks við skrár skattyfirvalda.

Skerðing á greiðslum

  • Foreldri getur verið heimilt að fá þann tekjumissi bættan sem greiðsla fæðingarstyrks bætir ekki og er þá miðað við að vinnuveitandi megi bæta mismun á greiðslu fæðingarstyrks og meðaltals heildarlauna síðustu 2 mánaða fyrir fæðingarmánuð barns eða þann mánuð sem barn kom inn á heimili við frumættleiðingu eða varanlegt fóstur.
  • Greiðslur frá vinnuveitanda sem eru ætlaðar fyrir annað tímabil en það sem foreldri fær greiddan fæðingarstyrk koma ekki til frádráttar styrknum.

Ósamrýmanleg réttindi

  • Foreldri sem nýtur greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks, greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eða foreldraorlofs.
  • Foreldri sem nýtur slysadagpeninga samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga, sjúkradagpeninga samkvæmt lögum um sjúkratryggingar eða endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. 
  • Foreldri sem nýtur greiðslna samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði.
  • Foreldri sem nýtur orlofslauna eða greiðslna vegna starfsloka getur ekki nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði á sama tímabili og þær greiðslur eiga við um.
  • Greiðslur frá öðrum ríkjum vegna sömu fæðingar og fyrir sama tímabil koma til frádráttar við greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks.

Leiðrétting á greiðslum

Hafi foreldri fengið of háar greiðslur

  • Hafi foreldri fengið hærri greiðslur en því bar samkvæmt álagningu skattyfirvalda eða af öðrum ástæðum ber foreldri að endurgreiða þá fjárhæð sem ofgreidd var að viðbættu 15% álagi. Fella skal niður álagið færi foreldri rök fyrir því að því verði eigi kennt um þá annmarka er leiddu til ákvörðunar Vinnumálastofnunar.

Mikilvægi þess að tilkynna um breytingar

  • Mikilvægt er að foreldri tilkynni Fæðingarorlofssjóði um öll þau tilvik sem leitt geta til of hárra greiðslna, þ.m.t. ef breytingar verða á töku fæðingarstyrks eða tekjum.

Endurúthlutun réttinda

  • Foreldri kann að eiga inni rétt til fæðingarstyrks í kjölfar endurgreiðslu ef önnur skilyrði til þess eru uppfyllt, s.s. að réttur til fæðingarstyrks hafi ekki fallið niður vegna aldurs barns eða þess tíma frá því að barn kom inn á heimili við frumættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni