Fæðingarstyrkur greiðist úr ríkissjóði og sér Fæðingarorlofssjóður um framkvæmdina.
Umsókn um greiðslur
Foreldri skal sækja um greiðslur til Vinnumálastofnunar 3 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur.
Greiðslufjárhæðir
Fjárhæðir miðast við á hvaða ári barn er fætt, frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur.
- Upplýsingar um fæðingarstyrki má nálgast hér.
Hvenær er greitt?
Greitt er eftir á fyrir undanfarandi mánuð.
Dæmi: Foreldri sem hefur fæðingarstyrk 1. janúar fær greitt síðasta virka dag þess mánaðar.