Lög um sorgarleyfi nr. 77/2022 taka gildi 1. janúar 2023

Þann 1. janúar nk. taka gildi lög um sorgarleyfi, nr. 77/2022. Markmið laganna er að tryggja foreldrum svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og eftir atvikum til að styðja við eftirlifandi systkin við að aðlagast breyttum aðstæðum. Einnig er þeim ætlað að auka líkur á að foreldrar geti átt farsæla endurkomu á vinnumarkað og geti tekið virkan þátt í samfélaginu að nýju í kjölfar barnsmissis. Lögin taka til réttinda foreldra sem hafa verið í samfelldu starfi á innlendum innumarkaði til sorgarleyfis sem og greiðslna til að koma til móts við tekjutap þeirra á því tímabili sem sorgarleyfi varir. Einnig taka lögin til réttinda foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli og foreldra í fullu námi til sorgarstyrks. Réttur foreldris til sorgarleyfis eða sorgarstyrks er í allt að sex mánuði frá þeim tíma sem það verður fyrir barnsmissi og fellur niður 24 mánuðum síðar.

Lesa meira

Stafræn umsókn um fæðingarorlof vex og dafnar

Stafræn umsókn um fæðingarorlof er nú einnig opin verðandi foreldrum sem eru í námi, eru utan vinnumarkaðar sem og þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur.

Lesa meira

Afhending ársskýrslu um nýtingu réttinda

IMG 4654 Test 2

Lesa meira

Persónuafsláttur í maí.

Komið hefur í ljós að einhverjum tilfellum nýttist persónuafsláttur umsækjenda ekki í greiðslu vegna maí mánaðar 2022. Búið er að laga það og verður hann greiddur út í kjölfar útborgunar. Ef einhverjir fá ekki greiðslu en voru búnir að óska eftir að persónuafsláttur yrði nýttur í maí 2022 vinsamlega hafið samband við þjónustuver Fæðingarorlofssjóðs eða sendið tölvupóst á faedingarorlof@vmst.is

Lesa meira

Lokað föstudaginn 18. mars vegna starfsdags

Vinnumálastofnun verður lokuð föstudaginn 18.mars vegna starfsdags. Opnum aftur mánudaginn 21. mars kl. 09:00

Lesa meira

Breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og ættleiðingarstyrks

Breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og ættleiðingarstyrks

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni