Greiðslur vegna sorgarleyfis 2023:
Mánaðarlegar greiðslur til foreldris í fullu sorgarleyfi eru 80% af meðaltali heildarlauna og/eða reiknaðs endurgjalds fyrir tiltekin tímabil, þó aldrei hærri en:
- 600.000 kr. (vegna barnsmissi, andvanafæðingu eða fósturlát 1. janúar 2023 og síðar).
Mánaðarleg greiðsla í sorgarleyfi til foreldris í 25 – 49% starfi er aldrei lægri en:
- 152.025 kr. (vegna barnsmissi, andvanafæðingu eða fósturlát 1. janúar 2023 og síðar).
Mánaðarleg greiðsla í sorgarleyfi til foreldris í 50 – 100% starfi er aldrei lægri en:
• 210.695 kr. (vegna barnsmissi, andvanafæðingu eða fósturlát 1. janúar 2023 og síðar). Greiðslur sorgarstyrkja 2023:
Mánaðarlegur sorgarstyrkur til foreldris utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi:
• 91.937 kr. (vegna barnsmissi, andvanafæðingu eða fósturlát 1. janúar 2023 og síðar).
Mánaðarlegur sorgarstyrkur til foreldris í fullu námi (75 – 100% nám):
• 210.695 kr. (vegna barnsmissi, andvanafæðingu eða fósturlát 1. janúar 2023 og síðar).