Mín líðan – Sálfræðiþjónusta á netinu

Mín líðan býður upp á alhliða sálfræðiþjónustu á netinu í gegnum vefslóðina: minlidan.is  Boðið er upp á staðlaða sálfræðimeðferð á netinu, veitta af löggildum sálfræðingum, þar sem öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Einnig er boðið upp á fjarviðtöl við sálfræðinga, sem eru myndfundir þar sem skjólstæðingur og sálfræðingur eiga samskipti augliti til auglitis í gegnum netið. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við hvers konar sálrænum vanda.

Hægt er að svara nokkrum einföldum spurningum til að sjá hvaða meðferð hentar þér. https://www.minlidan.is/spurningalisti/   

Viltu vita meira? 

Hafðu samband við okkur á netfangið nordurland.eystra@vmst.is

Virkið fyrir 18-25 ára

Í haust ætlum við að bjóða upp á námskeið með fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er lögð á fyrirlestra og stutt námskeið sem styrkir atvinnuleit og eykur tækifæri út á vinnumarkaðinn. Einnig munum við kynna okkur fyrirtæki og ýmsar stofnanir sem opna möguleika á menntun og þekkingu.
Á dagskránni í haust verður meðal annars: Skyndihjálparnámskeið, kynningar t.d. frá Nordjobb, Grófinni, framhaldskólum og fleira einnig verða í boði kynningar frá fyrirtækjum á svæðinu og starfsemi þeirra.
Námskeiðið hefst í október og stendur fram í desember. 
Námskeiðið fer fram 3 daga í viku 2 klukkustundir í senn. 
Virkið er til húsa í Íþróttahöll Akureyrar.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið nordurland.eystra@vmst.is.

Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni