Náms- og starfsráðgjöf hjá SÍMEY - Akureyri
Hægt er að bóka tíma hjá náms-og starfsráðgjafa SÍMEY hér
Um einstaklingsviðtal er að ræða og er ráðgjöfin atvinnuleitendum að kostnaðarlausu.
Náms og starfsráðgjöf hjá Þekkingarneti Þingeyinga - Húsavík
Hægt er að bóka tíma hjá náms og starfsráðgjafa hjá Þekkingarneti Þingeyinga með því að senda tölvupóst á hac@hac.is. Um einstaklingsviðtal er að ræða og er ráðgjöfin atvinnuleitendum að kostnaðarlausu.
Raunfærnimat í almennri starfshæfni
Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Það gerir færni og þekkingu sýnilega með því að meta hana á móti formlegu námi eða kröfum atvinnulífsins.
Ráðgjafi SÍMEY hefur samband og þið ákveðið í sameiningu tíma sem hentar.