Náms- og starfsráðgjöf hjá SÍMEY - Akureyri

Hægt er að bóka tíma hjá náms-og starfsráðgjafa SÍMEY hér

Um einstaklingsviðtal er að ræða og er ráðgjöfin atvinnuleitendum að kostnaðarlausu.

Náms og starfsráðgjöf hjá Þekkingarneti Þingeyinga - Húsavík

Hægt er að bóka tíma hjá náms og starfsráðgjafa hjá Þekkingarneti Þingeyinga með því að senda tölvupóst á hac@hac.is. Um einstaklingsviðtal er að ræða og er ráðgjöfin atvinnuleitendum að kostnaðarlausu.

 

Raunfærnimat í almennri starfshæfni

Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Það gerir færni og þekkingu sýnilega með því að meta hana á móti formlegu námi eða kröfum atvinnulífsins.
Ráðgjafi SÍMEY hefur samband og þið ákveðið í sameiningu tíma sem hentar.

Starfsleitarstofa

Náms- og starfsráðgjafi fer yfir helstu þætti þegar kemur að því að finna störf. Meðal annars verður farið yfir gerð ferilskráa og kynningarbréfa, hvar best er að finna nám og störf, undirbúning fyrir atvinnuviðtöl, aðstoð við að greina áhugasvið og styrkleika og fleira.
Hóparnir í starfsleitarstofu eru litlir sem gerir það að verkum að auðveldara er að taka mið af þörfum hvers og eins. Öllum þátttakendum stendur til boða að fá einstaklingsviðtöl við náms- og starfsráðgjafa að þessu loknu, og fer það eftir þörfum hvers og eins.
Náms- og starfsráðgjafi: Helena Sif Guðmundsdóttir
Tímasetning: Þriðjudagur og fimmtudagur, klukkan 12:30 – 14:30
Staðsetning: SÍMEY - Þórsstígur 4, 600 Akureyri


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni