Sért þú á atvinnuleysisbótum getur þú átt rétt á námsstyrk til að sækja starfstengd námskeið sem styrkja þig í atvinnuleit þinni sem þú finnur sjálf(ur).

Námsstyrkurinn er 80.000 kr. á ári en Vinnumálastofnun styrkir aldrei meira en því sem nemur 75% af námskeiðsgjaldi hverju sinni. Eingöngu er hægt að fá styrk fyrir hverju námskeiði einu sinni.

Dæmi um styrkhæf námskeið:

 • Bókhaldsnámskeið
 • Meirapróf
 • Vinnuvélaréttindi
 • Slysavarnarskóli sjómanna
 • Sjálfstyrkingarnámskeið sem ekki er greitt að fullu af Vinnumálastofnun
 • Stjórnendanámskeið

 


Aukin ökuréttindi

Á eftirfarandi hlekkjum má finna upplýsingar um aukin ökuréttindi.

Ekill

Vinnuvélaréttindi

Dráttarvélaréttindi getur sá fengið sem hefur náð 16 ára aldri. Vinnuvélaréttindi, stóru vinnuvélaréttindin, getur sá fengið sem hefur náð 17 ára aldri og hefur ökuréttindi á bifreið.

Aukin ökuréttindi
Ökuréttindi á vörubifreið og eftirvagn er hægt að fá fyrst við 18 ára aldur í flokki C1 og C1E. Réttindi í flokki C og CE er hægt að fá við 21 árs aldur. Réttindi á rútu D/D1 má taka við 24 ára aldur.

Endurmenntun atvinnubílstjóra
Endurmenntun atvinnubílstjóra eru 5 námskeið sem þarf að ljúka á 5 ára fresti til að hafa starfsleyfi til vöru og fólksflutninga. Námskeiðin eru kennd í fjarfundi, að undanskildu námskeiðinu Aðkoma að slysavettvangi sem er kennt í Slökkvistöð Akureyrar.

 Vinnueftirlitið

Vinnuvélanámskeið
Vinnueftirlitið heldur réttindanámskeið fyrir annars vegar minni vinnuvélar og hins vegar byggingarkrana. Námskeiðin heita: Frumnámskeið. Byggingakrananámskeið.

Hægt að sækja um styrk á námskeiðin á nordurland.eystra@vmst.is - áður en að námskeið hefst.

Dale á milli starfa - Live Online

Sérsniðið Dale Carnegie námskeið fyrir þá sem eru á milli starfa og í atvinnuleit.

Settu eldmóð í atvinnuleitina, virkjaðu styrkleikana þína og stækkaðu tengslanetið.

Markmið námskeiðsins eru:

 • Efla sjálfstraust og auka eldmóð til að setja kraft í atvinnuleit, leita nýrra tækifæra og vinna með styrkleika sína.
 • Stækka tengslanetið til að styrkja fagleg tengsl og byggja upp ný sambönd
 • Auka tjáningarhæfni til að skapa jákvæð áhrif og koma faglega fyrir og af öryggi í mismunandi aðstæðum.
 • Bæta viðhorf, minnka kvíða og stjórna streitu í krefjandi aðstæðum og undir álagi.
 • Gerð ferilskráar og styrkja ásýnd á samfélagsmiðlum til að auka trúverðugleika og leggja áherslu á styrkleika.

Hefst 29. september

Staðsetning: Fjarþjálfun á netinu

Verð: *80.000 kr. (VMST niðurgreiðir allt að 60.000 kr.)

Skráning og upplýsingar um námskeiðið er svo hér

Fræðslumiðstöðvar á svæðinu

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - Akureyri

Þórsstíg 4
600 Akureyri
Sími 460-5720

Námskeið í boði


Þekkingarnet Þingeyinga - Húsavík

Þekkingarnet Þingeyinga bíður upp á fjölbreytt úrval námskeiða. Þar má nefna Starfstengd námskeið, Íslenskunámskeið og tómstundanámskeið.

Hafnarstétt 3, Húsavík
hac@hac.is
Sími: +354 (464-5100)

Námskeið í boði


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni