Skert starfsgeta

Vinnumálastofnun býður upp á sérhæfða ráðgjöf og vinnumiðlun fyrir öryrkja og þá einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu. Helstu markmið og áherslur þjónustunnar eru að styðja atvinnuleitandann og aðstoða við umsókn um atvinnu. Aðstoðin getur m.a. falist í:

  • gerð ferilskrár

  • leiðbeiningum varðandi atvinnuleit og atvinnuviðtal

  • aðstoð í umsóknarferli

  • að vera milliliður í ráðningarferli, ef þörf er á

  • að kynna vinnusamning öryrkja þegar við á

  • að hafa samband við fyrirtæki

  • að vera til taks ef upp koma vandamál á vinnustað

  • vísun á önnur virkniúrræði samhliða atvinnuleit.

     

Atvinnuleitandi mætir í viðtal þar sem farið er yfir hvers konar störf hann vill og getur unnið og hversu mikinn stuðning hann þarf.  

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.