Ábyrgðasjóður launa

ábyrgðasjóður launa

Ábyrgðasjóður launa ábyrgist greiðslu á kröfum um vangoldin laun, bætur vegna slita á ráðningarsamningi, orlof, bætur vegna vinnuslysa og lífeyrissjóðsiðgjöld í bú vinnuveitanda sem hefur staðfestu og rekur starfsemi hér á landi.  Ábyrgð sjóðsins er háð því skilyrði að kröfurnar hafi verið viðurkenndar sem forgangskröfur skv. lögum um gjaldþrotaskipti.

Ábyrgðasjóður launa er starfræktur skv. lögum nr. 88/2003 og með framkvæmd þeirra laga fer félagsmálaráðherra.  

Ábyrgðasjóðurinn lýtur þriggja manna stjórn sem skipuð er af félagsmálaráðherra til fjögurra ára í senn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og sá þriðji án tilnefningar. 

Vinnumálastofnun annast daglega umsýslu Ábyrgðasjóðs launa og reikningshald sjóðsins í umboði sjóðsstjórnar.  Ársreikningar sjóðsins eru endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun og birtir í B-deild Stjórnartíðinda.   

Atvinnuleysisbætur á uppsagnarfresti

Ábyrgðasjóður launa ábyrgist launakröfur á uppsagnarfresti að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.  Atvinnuleysisbætur og aðrar tekjur á uppsagnarfresti koma til frádráttar greiðslu sjóðsins.  

Verklag Vinnumálastofnunar við afgreiðslu umsókna um atvinnuleysisbætur í uppsagnarfresti vegna gjaldþrota fyrirtækis/félags er nú með þeim hætti að í stað þess að stofnunin fái afrit af kröfulýsingu einstaklings í þrotabúið verður óskað eftir að stéttarfélag staðfesti að krafa verði gerði í réttmætan uppsagnarfrest einstaklingsins.

Þessi breyting á verklagi mun flýta verulega afgreiðslu umsókna. Verklagið hefur þegar tekið gildi.

Stjórn Ábyrgðasjóðs launa

Aðalmenn

  • Dóra Sif Tynes, án tilnefningar, formaður
  • Halldór Oddsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
  • Ingibjörg Björnsdóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins

Varamenn

  • Magnús M. Norðdahl, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
  • Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins

Starfsmaður

  • Björgvin Steingrímsson, Vinnumálastofnun

Stjórnin er skipuð af félags- og jafnréttismálaráðherra frá 9. október 2016 til 8. október 2020.

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu