Fréttir 2021 Janúar

Umsókn um endurgreiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á vef Vinnumálastofnunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna endurgreiðslna til íþróttafélaga á vef Vinnumálastofnunar en stofnuninni var falið af hálfu félags- og barnamálaráðherra að sjá um framkvæmd laga nr. 155/2020 um greiðslur vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

Lesa meira

Vinnumálastofnun tekur þátt í Nýsköpunardeginum

Vinnumálastofnun tekur þátt í Nýsköpunardeginum sem fer fram 21. nóvember. Það eru margir spennandi fyrirlestrar eða Nýsköpunarmolar, þar sem opinberir vinnustaðir segja frá spennandi verkefnum sem hrint hefur verið í framkvæmd á liðnu ári. Vinnumálastofnun ætlar að segja frá Innleiðingu á snjalmenninu Vinný.

Lesa meira

Heildaratvinnuleysi í desember var 12,1%

Almennt atvinnuleysi var 10,7% í desember og jókst úr 10,6% í nóvember. Atvinnuleysið var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði á bilinu 11,3% til 11,7%.  Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli var svipað í desember og í nóvember eða um 1,4% en fækkaði um 340 frá nóvember. 

Lesa meira

Samstarfsamningur undirritaður vegna rannsóknar á sviði fæðingarorlofs

Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og Háskóli Íslands hafa undirritað með sér þríhliða samstarfssamning til þriggja ára vegna  frekari rannsóknar á sviði fæðingarorlofs.  Það eru þau Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf, og Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, sem  munu stýra rannsókninni sem ber heitið Taka og nýting á fæðingarorlofi.

Lesa meira

Breytingar um áramót vegna atvinnuleysisbóta

Framlenging hlutabótaleiðar

Lesa meira

Hópuppsagnir í desember 2020 og á árinu 2020

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2020 þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum, 94 í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni