Laus störf hjá Vinnumálastofnun


Þjónustusérfræðingur

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða þjónustusérfræðing í þjónustuteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Starfið felur m.a. í sér þjónustuviðtöl, ráðgjöf og upplýsingagjöf til umsækjenda um alþjóðlega vernd og samskipti við hagsmunaaðila. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Þjónustuviðtöl, ráðgjöf og upplýsingagjöf til umsækjenda um alþjóðlega vernd
Samskipti við þjónustuaðila, stofnanir og aðra hagsmunaaðila
Margvísleg skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi
Góð kunnátta í íslensku og ensku
Góð almenn tölvukunnátta
Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Frumkvæði og metnaður í starfi
Góð færni í spænsku, arabísku eða úkraínsku kostur
Reynsla að vinna með fólki af ólíkum menningaruppruna kostur

Hjúkrunarfræðingur í þjónustuteymi

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í þjónustuteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um er að ræða tvö stöðugildi, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar í Reykjanesbæ. Starfið felur m.a. í sér viðtöl við umsækjendur um alþjóðlega vernd, mati á heilsufari og samskipti við heilbrigðisstofnanir og/eða hagsmunaaðila eftir atvikum. 

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar; Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Viðtöl við umsækjendur og mat/úrlausn mála tengdum heilsufari
Tilvísanir og tímabókanir hjá heilbrigðisstofnunum
Samskipti við heilbrigðisstofnanir vegna umsækjenda
Samskipti við trúnaðarlækni
Samskipti við sveitarfélög á grundvelli samnings, sem og aðra hagsmunaaðila eftir atvikum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Hjúkrunarfræði
Góð kunnátta í íslensku og ensku
Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Frumkvæði
Reynsla að vinna með fólki af ólíkum menningaruppruna
Fyrri starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
Kostur ef viðkomandi talar arabísku, spænsku og/eða úkraínsku

Ráðgjafi á Vestfjörðum

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum. Ráðgjafi þjónustar atvinnuleitendur og atvinnurekendur með það að markmiði að vinna gegn atvinnuleysi.  Í starfi sínu þarf ráðgjafi að geta beitt fjölbreyttum aðferðum og myndað tengsl við ólíka aðila til að vinna að hagsmunum atvinnuleitenda og atvinnulífs. 

Starfstöð ráðgjafa er á Ísafirði. 

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.   

Helstu verkefni og ábyrgð

Ráðgjöf og vinnumiðlun
Ráðgjöf og vinnumiðlun við fólk með skerta starfsgetu
Ráðgjöf við flóttamenn
Skráningar og upplýsingamiðlun
Kynningar, starfsleitarfundir og umsjón með námskeiðum
Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af ráðgjöf og vinnumiðlun er æskileg
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar
Góð samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi
Þekking af atvinnulífi svæðisins er æskileg

Ráðgjafi á Vesturlandi

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Vesturlandi. Ráðgjafi þjónustar atvinnuleitendur og atvinnurekendur með það að markmiði að vinna gegn atvinnuleysi.  Í starfi sínu þarf ráðgjafi að geta beitt fjölbreyttum aðferðum og myndað tengsl við ólíka aðila til að vinna að hagsmunum atvinnuleitenda og atvinnulífs.

Starfstöð ráðgjafa er á Akranesi.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Ráðgjöf og vinnumiðlun
Ráðgjöf og vinnumiðlun við fólk með skerta starfsgetu
Ráðgjöf við flóttamenn
Skráningar og upplýsingamiðlun
Kynningar, starfsleitarfundir og umsjón með námskeiðum
Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði þroskaþjálfunar, náms- og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af ráðgjöf og vinnumiðlun er æskileg
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar
Góð samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi
Þekking af atvinnulífi svæðisins er æskileg

Sérfræðingur í þjónustuver á Hvammstanga

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing til að sinna upplýsingagjöf, afgreiðslu umsókna og öðrum tilfallandi skrifstofustörfum hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga. Hlutverk skrifstofunnar er að annast umsýslu og ráðgjöf varðandi greiðslur í fæðingarorlofi, sorgarleyfi og ættleiðingarstyrki.

Leitað er að einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta – Virðing – Áreiðanleiki. Einnig þarf viðkomandi einstaklingur að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta- og skipulagshæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð

Upplýsingagjöf til umsækjenda s.s. símsvörun, netspjall og tölvupóstur
Umsjón með innskráningu umsókna
Umsjón með inn- og útskráningu á persónuafslætti
Aðstoð við skjalastjórnun
Aðstoð við afgreiðslu umsókna og eftirlit
Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun æskileg
Reynsla af skrifstofustörfum kostur
Góð almenn tölvukunnátta
Góð íslensku- og enskukunnátta
Samskiptahæfni og rík þjónustulund ásamt skipulagshæfileikum, sjálfstæði og metnaði til að skila góðu starfi

Ráðgjafi á Suðurlandi

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurlandi.

Ráðgjafi þjónustar atvinnuleitendur og atvinnurekendur með það að markmiði að vinna gegn atvinnuleysi.  Í starfi sínu þarf ráðgjafi að geta beitt fjölbreyttum aðferðum og myndað tengsl við ólíka aðila til að vinna að hagsmunum atvinnuleitenda og atvinnulífs.

Starfstöð ráðgjafa er á Selfossi.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Ráðgjöf og vinnumiðlun
Ráðgjöf og vinnumiðlun við fólk með skerta starfsgetu
Ráðgjöf við flóttamenn
Skráningar og upplýsingamiðlun
Kynningar, starfsleitarfundir og umsjón með námskeiðum
Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af ráðgjöf og vinnumiðlun er æskileg
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar
Góð samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi
Þekking af atvinnulífi svæðisins er æskileg

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni