Laus störf hjá Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun - Ráðgjafi í flóttamannadeild

Vinnumálastofnun auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í flóttamannadeild. Starfið heyrir undir ráðgjafar-og vinnumiðlunarsvið. Leitað er að áhugasömum, jákvæðum og drífandi einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og hefur áhuga á þjónusta fólk af erlendum uppruna. 

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.  Einnig þarf viðkomandi starfsmaður að  vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta- og skipulagshæfni. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoða flóttamenn í atvinnuleit
  • Ráðgjöf og reglubundin samskipti við flóttamenn og tímabundin eftirfylgni eftir að þeir eru komnir í starf
  • Aðstoða við að skrá einstaklinga á námskeið og leiðbeina við gerð ferilskrár 
  • Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki sem ráða flóttamenn í störf
  • Samskipti við ýmsa samstarfs- og hagsmunaaðila s.s. félagsþjónustu sveitarfélaga, stéttarfélög, námskeiðshaldara o.fl. 

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta. Kunnátta í öðrum tungumálum kostur t.d. arabísku, spænsku, farsí o.fl. 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hafa gert.

Nánari upplýsingar veitir Guðlaug H. Pétursdóttir deildarstjóri flóttamannadeildar: gudlaug.h.petursdottir@vmst.is eða í síma 515-4800

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 07.03.2022

Eingöngu er hægt að sækja um starfið á vef Starfatorgs : www.starfatorg.is

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni