Kærufrestur liðinn
Nr. 18 - 2003
Mál nr. 18/2003.
Efni: Kæra yðar til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta dags. 4. febrúar 2003.
Úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta hefur borist kæra yðar dags. 4. febrúar 2003 vegna ákvörðunar úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta nr. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið dags. 21. maí 2002 um niðurfellingu bótaréttar yðar í 40 bótadaga.
Samkvæmt 3. mgr. 16. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 12/1997 er kærufrestur til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta þrír mánuðir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun úthlutunarnefndar. Yður var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi dags. 23. maí 2003. Kærufrestur í máli yðar rann út í lok ágúst á síðasta ári. Samkvæmt þessu er ekki lagaskilyrði til að taka kæru yðar til efnismeðferðar hjá úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta og er málinu vísað frá.
f.h. Úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta
Afrit:
Úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta
nr. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið
Sætúni 1
105 Reykjavík
Til baka