Bótaréttur ákveðinn 43%. Er með eitt barn í dagvistun í 4,5 tíma á dag alla virka daga.
Nr. 80 - 2006

Úrskurður

 

Þann 20. desember 2006 kvað úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta upp svohljóðandi úr­skurð í máli nr. 80/2006.

 

Máls­at­vik og kæru­efni

 

1.

Málsatvik eru þau að Vinnumálastofnun á höfuðborgarsvæðinu samþykkti umsókn X um atvinnuleysisbætur frá 5. júlí 2006.  Jafnframt ákvað stofnunin að bótahlutfall L væri 43% þar sem hún væri í 57% hlutastarfi.  Mál X var tekið fyrir að nýju þann 31. október og fyrri ákvörðun staðfest.

 

2.

X kærði ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta með bréfi dags. 13. nóvember 2006.  Í bréfi sínu segist hún óska eftir endurskoðun á ákvörðun Vinnumálastofnunar um skertar atvinnuleysisbætur vegna dagvistunargreiðslna sem hún fær fyrir vistun barnabarns hluta úr degi.  Í bréfi dags. 4. október segir hún að þau hjónin hafi tekið að sér að gæta barnabarns þeirra hluta úr degi.  Vistunin sé skráð á hennar nafn.  Hún fái kr. 15.000 niðurgreiðslu á mánuði vegna dagvistunarinnar frá Reykjavíkurborg.  Þetta sé metið ígildi 57% starfs og bótahlutfall hennar lækkað úr 100% í 43% vegna þessa.  Þau hjónin hafi tekið að sér þetta starf saman til að leysa daggæsluvanda barnsins og því sé fráleitt að áætla að þetta svari til 57% starfs hjá henni einni.  X segist hafa starfað hjá Gæsluleikvöllum Reykjavíkurborgar í fullu starfi þar til þeir voru lagðir niður síðla árs 2005.

            Í gögnum málsins liggur fyrir      bréf dags. 7. júlí 2006 frá Þjónustumiðstöð Á  þar sem staðfest er að X hafi verið með svokallað undanþáguleyfi frá 1. september 2005.  Hún hafi verið með eitt barn í vistun í 4,5 tíma á dag og fengið greitt fyrir það kr. 15.000 á mánuði, 11 mánuði ársins.

 

 

 


Niður­staða

 

1.

             Í 17. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, er kveðið á um atvinnuleysistryggingar samhliða hlutastarfi.  1. mgr. 17. gr. er svohljóðandi:

Launamaður, sbr. a-lið 3. gr., sem missir starf sitt að hluta telst hlutfallslega tryggður samkvæmt lögum þessum og nemur tryggingarhlutfallið mismun réttar hans hefði hann misst starf sitt að öllu leyti, sbr. 15. gr., og þess starfshlutfalls sem hann gegnir áfram, frá þeim tíma er hann missti starf sitt að hluta nema annað leiði af lögum þessum.  Hið sama gildir þegar launamaður missir starf sitt en ræður sig til starfa í minna starfshlutfall hjá öðrum vinnuveitanda.

2.

Kærandi vinnur 4,5 klukkustundir á dag við vistun barnabarns síns.  Reykjavíkur niðurgreiðir dagvistunina um kr. 15.000 á mánuði.  Dagvistunin er skráð á kæranda.  Fullt starf er 8 klst. á dag fimm daga vikunnar eða 40 stundir á viku.  Kærandi vinnur 22,5 klst. á viku sem samsvarar 56,25% starfshlutfalli.  Að kærandi þiggi aðeins kr. 15.000 á mánuði fyrir vinnu sína hefur ekki áhrif á starfshlutfallið.  Kærandi hafði áður 100% bótarétt.  Bótahlutfall hennar er mismunur upphaflegs bótaréttar hennar og starfshlutfall þess sem hún réði sig í eða 44%.

Með vísan til framanritaðs er ákvörðun úthlutunarnefndar atvinnuleysis­bóta um 43% bótarétt kæranda felld úr gildi.  Bótaréttur hennar ákveðst 44% með vísan til 17. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar.

 

Úr­skurðar­orð

 

Felld er úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um 43% bótarétt X.  Bótaréttur hennar ákveðst 44%.

 

Úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta

 

Linda Björk Bentsdóttir

for­maður

 

Elín Blöndal                              Arnar Þór Jónsson

 

Til baka

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni