Bótaréttur sjálfstætt starfandi einstaklings.
Nr. 24 - 2003

Úrskurður

 

Hinn 7. apríl 2003 kvað úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta upp svohljóðandi úr­skurð í máli nr. 24/2003.

 

Máls­at­vik og kæru­efni

 

1.

Málsatvik eru þau að úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta á Norðurlandi vestra ákvað á fundi sínum þann 17. febrúar 2003 að synja umsókn B um atvinnuleysisbætur.  í bréfi úthlutunarnefndar, dags. 19. febrúar 2003 er vísað til þess að B sé með opið virðisaukaskattnúmer og eigi ekki samtímis rétt á atvinnuleysisbótum samkvæmt reglugerð nr. 740/1997 um bótarétt sjálfstætt starfandi einstaklinga.

 

2.

            B kærði framangreinda ákvörðun til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta með bréfi dags. 5. mars 2003.  Í bréfi sínu segist hann hafa verið launþegi í 7 ár.  Hann sé með opið virðisaukaskattnúmer og hafi fengið leyfi skattstjóra til skila uppgjöri árlega.   Á árinu 2002 hafi hann skilað kr. 2.940 í virðisaukaskatt.  Hann hafi á árinu 2001 fengið greiddar atvinnuleysisbætur í tvær vikur og engar lagabreytingar hafi orðið síðan sem breyti rétti hans til atvinnuleysisbóta.

 

3.

            Samkvæmt upplýsingum úr virðisaukaskattskrá er B skráður fyrir virðisaukaskattnúmeri sem er opið.  Samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra var skattskyld velta B á árinu 2002 kr. 12.000 og útskattur samtals kr. 2.940.  Samkvæmt upplýsingum B eru tekjur þessar tilkomnar vegna einnar akstursnótu.  Á árinu 2001 var skattskyld velta kr. 14.000 og útskattur samtals kr. 3.434.  Á árinu 2000 var ekki um neina skattskylda veltu að ræða.  B er ekki á launagreiðendaskrá og hefur ekki verið gert að reikna sér endurgjald vegna starfsemi sinnar.

 

 

 

 

 

Niður­staða

 

1.

Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 12/1997 um atvinnuleysistryggingar eiga launamenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar sem verða atvinnulausir rétt á bótum úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt því sem mælt er fyrir í lögunum enda séu þeir í atvinnuleit og fullfærir til vinnu.  Í 2. mgr. 1. gr. er félagsmálaráðherra veitt heimild til að setja nánari reglur um hvaða skilyrðum sjálfstætt starfandi einstaklingar skuli fullnægja til að njóta bóta úr sjóðnum  Í reglugerð nr. 740/1997 um bótarétt sjálfstætt starfandi einstaklinga úr Atvinnuleysistryggingasjóði er hugtakið sjálfstætt starfandi einstaklingur skilgreint með eftirfarandi hætti, sbr. 1. gr.; sá sem starfar við eigin rekstur, án tillits til félagsforms, í því umfangi að honum eða félagi er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglubundnum hætti samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda, skil á tryggingagjaldi. Í 6. gr. reglugerðarinnar segir orðrétt:

 

Sam­kvæmt gögnum þessa máls byggir kærandi um­sókn sína um at­vinnu­leysis­bætur á vinnu sinni sem laun­a­maður.  Að mati úrskurðarnefndar er ekki tilefni til að líta svo á að kærandi hafi starfað sem sjálf­s­tætt starf­andi einstaklingur í skilningi 1. gr. reglu­gerðarinnar.  Það að kærandi hafi haft kr. 12.000 í tekjur á árinu vegna einnar akstursnótu þykir að mati úr­skurð­ar­n­efndar ekki jafn­gilda því að líta beri á kæranda sem sjálf­s­tætt starf­andi einstakling í skilningi 1. gr. reglu­gerðarinnar.  Með vísan til framanritaðs þykir sú stað­reynd að kærandi er skráður með virðis­auka­skatts­númer ekki réttlæta synjun á um­sókn hans um at­vinnu­leysis­bætur. Með vísan til alls framan­ritaðs er ákvörðun út­hlutunar­nefndar at­vinnu­leysis­bóta fyrir Norður­land vestra í máli B felld úr gildi.

 

 

Úr­skurðar­orð:

 

            Ákvörðun út­hlutunar­nefndar at­vinnu­leysis­bóta fyrir Norðurland vestra frá 17. febrúar 2003 um synjun á umsókn B um atvinnuleysisbætur er felld úr gildi.         

Úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta

 

Frið­jón Guðröðarson

for­maður

 

Árni Benedikts­son                                             Benedikt Davíðs­son

Til baka

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni